Í þessarri grein ætla ég að fara með stutta lýsingu á því sem að mér finnst standa uppúr í atburðum sem að áttu sér stað í árið 2002. Endilega leiðréttið mig ef það eru einhverja villu þarna í efninu.

Keppnir
Skjálfti 1 var haldinn í Breiðablikshúsinu helgina 8.-10. mars. Eftir æsispennandi leik á milli Murk-X og [.Love.] þar sem að $noopy fór á kostum unnu bleiku strákarnir og stöðvuðu þar einokun Murk- manna á titlinum.
Skjálfti 2 var einnig haldinn í Breiðablikshúsinu dagana 7.-9. júni og á honum kepptu Murk- og Sic|- B til úrslita. Endaði sá leikur með sigri Murkara.
Skjálfti 3 fór fram 23-25. ágúst í HK húsinu og endaði sá leikur einnig með sigri Murk- manna eftir úrslitaleik við Sic|- A
Svo kom síðasti Skjálfti ársins og var hann númer 4. Á honum komu Dc- sterkir inn og tóku meðal annars Drake| A og náðu sér þar með í þriðja sætið. En úrslitaleikurinn var á milli Sic|- og Murk- og eftir 2 möp höfðu Sic|- menn unnið de_inferno en Murk- unnu þá í de_nuke. Endaði mótið með sigri Murkara og voru þeir þá komnir með þrjá sigra á árinu.
Einnig var háð keppni sem að hét Suðurlandsskjálftinn haldinn á Eyrarbakka 27. - 28. september. Þá keppnu unnu murk menn einnig.

Landsliðið valið
Þann 28. mars tilkynnti Dday á hugi.is/hl liðið sem að hann með 10 “leaderum” í 5 stærstu klönum landsins, Murk Love, Nef, Sic og Hate höfðu valið.
Hópurinn leit svona út.
Murk-Blibb
Murk-Gambler
Murk-Ravenkettle
Murk-A shtray
Murk-Deathhunter
Murk-MrRed
Murk-Zombie
Murk -Dday
Murk-Wardrake
Love-Snoopy
Love-Puppy
Love-Roc co$
Love-Playboy
Sic-Knifah
Sic-Someone
Sic-Cyrus
Nef-Sickpuppy
Nef-Azazel
Nef-Preacher
Sat-Azuredrake .

Nú hefur Murk-Krissi tekið að sér stjórnun landsliðsins og það lýtur vel mjög vel út eftir að strákarnir eru búnir að vinna Sviss,Ítalíu og Belgíu. En það lið sem að var upprunalega valið hefur nú mikið breyst vegna þess að Drake| sögðu sig úr liðinu og Sic|- hættu.

Endurreisnir og endalok
Klanið [.Hate.] hætti í lok ársins 2001 en í mars 2002 snéru þeir aftur og voru það mikil tíðindi. En stórveldið var síðan lagt niður í júli og dreifðust þá sterkir liðsmenn þess í allar áttir. En núna í desember hafa þeir ákveðið enn og aftur að endurvekja [.Hate.]. Sic|- menn snéru einnig aftur með sterkan hóp og var þeim spáð sigri á nokkrum skjálftum en aldrei rættist þó úr því. Þeir náðu þó að komast í Fókus og tilkynna þar að þeir væru hinir óopinberu Íslandsmeistarar í cs þar sem að þeir höfðu unnið Þursinn Cs Season 2. Einnig snéru liðin Drake| , [.evil.] og [Cadia] aftur til leiks. Spilarinn Fixer átti einnig stóran þátt í því að endurvekja klön á þessu ári og voru þar á meðal sH| , [.Faith.] og [-=NBK=-]. Mörg klön kvöddu þetta samfélag á árinu og þar á meðal voru [.Hate.] ,Sic|- , [Cadia], |Asni| , Senior | og [.GOTN.]. Í september leið ifrags.com undir lok og þótti mörgum það vera slæmt þó að margir vildu fá þessa síðu niður sökum þess að þeim fannst hún ýta undir altnick.

Lanpleises
Mörg klön hafa komið sér upp aðstöðu í einhverskonar lanpleisum. Þar á meðal sendu [VON] menn inn grein í janúar þar sem að þeir sögðu frá því að þeir væru komnir með herbergi í fyrirtæki sem að hét Lan-Setrið og kölluðu þeir það “Sturtan”. Og í framhaldi af þessu komu meðal annars DoA| og [-=Nef=-] sér upp aðstöðu í þessu sama fyrirtæki. |SAT| menn komu sér upp “Stýjunni” þar sem að þeir voru með 1.5 adsl tengingu í boði Gjorby Internet. Einnig voru Murk menn og [.Love.] komnir með aðstöður svipaðar þessum.

Online deildir og serverar
Þann 9. janúar tilkynnti zlave* að hann og StOrMuR væru að fara af stað með nýja deild sem að mundi verða kölluð Þursinn. Í framhaldi af þessu kom póstur 15. janúar og í honum tilkynnti Inferis að hann væri búinn að ákveða að leggja ICSN deildina niður. Margir muna einnig eftir hinu mikla ICSN hneyksli sem að hristi allsvakalega upp í fólki þar sem að nokkrar af skærustu stjörnum landsins spiluðu undir nafni [.evil.] og reyndu að eyðilegga sigurgöngu [.Love.] manna. Farið var að horfa sterkt til [-=Nef=-]Bendover en eins og allir vita er hann búinn að vera í forystu í nánast öllum glæpum tengdum cs á þessu ári. Í kjölfarið af þessu braust út mikið rifrildi hérna á huga og var ótal korkum og póstum hent. Fyrsta Season Þursinns endaði með sigri Murk- og Season nr.2 með sigri Sic|-. Adminar á Fortress báðust afsökunar þegar fjöldi fólks var böstað með svindl á serverum þeirra án þess að vera að svindla. [)CosaNostrA(]Fuzer kom með nýja servera sem að hétu Hrollur og þegar þeir voru búnir að koma sér fyrir ákvað hann að efna til online keppni sem að hann kallaði Hrollur Gold. Keppnin virkaði þannig að þú borgaðir 500 kr. fyrir að taka þátt og þú áttir að spila á serverum Hrolls og því meira sem þú fraggaðir því meiri möguleika áttirðu á að vinna verðlaunin. Ekki var nú nógu vel tekið í þetta og ekkert varð úr þessarri keppni. Margmiðlun kom inn með nýja servera og er stjórnandi þeirra [3Gz]Hitless.

Hvað fannst ykkur svo standa uppúr?

[GGRN]GOTTI
It's time to change