Helgina 3-5 janúar verður haldið Counter-strike Open mót í Lan Setrinu. Þau lið sem tóku þátt í Invite (af tveimur neðstu liðum undanskildum) fá ekki að skrá sig á Open mótið. Aðeins er tekið inn 8 lið og er þetta mót keyrt með sama hætti og á Invite mótinu.


// Config Mál
Annað hvort verður GUI sem allir setja inn eða WWCL keyrður á serverana hjá okkur en ég býst samt sterklega við því að það verður búinn til sér Lan Seturs GUI þar sem WWCL laggar serverana.

Til dæmis verður þetta notað
ex_interp “0.1”
ex_maxerrordistance “64”
cl_cmdrate “101”
cl_updaterate “60”
cl_bobcycle “0.8”
cl_bob “0.01”


// Verðlaun og Kostnaður
Á mótið mun kosta 2500 krónur inn, innifalið í þvi er mótsgjaldið, 10 MB innanlands internet samband frá línu.net.

Verðlaun verða veitt fyrir 1-3 sæti.

// Skráning
Til að skrá lið á mótið verður að senda Email á “mot@lan-setrid.is” með eftirfarandi upplýsingum.
1. Nafn og Nick
2. Kennitala
3. Klan
4. Email

Aðeins er þörf fyrir að einn meðlimur i klaninu sendi þessar upplysingar sem inniheldur þá alla 5 meðlimina sem koma til með að spila á mótinu.

Skráningar frestur er til 30 desember og reglan er að 2 neðstu liðin af Invite hafa forgang svo er fyrstur kemur fyrstur fær.

Ef einhverjar spurningar eru um mótið getiði bjallað í mig á irc eða í gegnum email.

SnoZ

Skráning:
mot@lan-setrid.is
Frekari upplýsingar:
www.lan-setrid.is