Það er alveg búið að einkenna www.hugi.is/hl þegar maður rennur yfir korkana þá kemur í öðrum hverjum korki “í sambandi við scrimservera” það er alltaf verið að bögga Zlave eitthvað á því að hann geti ekki sett up fleiri servera, er Zlave orðinn alráður í því hvað er gert með leikjaþjónustu simnets. Zlave er nú bara tengiliður í gegnum allt þetta kerfi hérna á www.hugi.is, síminn er nú ekkert smá kerfi og ekki bíst ég við að forstjóri simanns hafi við því að vera taka við einhverjum kvörtunum hjá öðrum hverjum cs spilara.

Hvernig væri þá að taka til örþrifameiri aðgerða en að pósta einhverjum Helvítis korki hérna á www.hugi.is/hl, hvernig dettur ykkur í hug að það komi að einhverju gagni? Hafiði nokkurn tímann séð eitthvað ganga hérna í gegn með því að posta einhverjum tilgangslausum korkum hérna þar sem helmingurinn af þeim er eitthvað “vanntar fleiri scrimm servera, fækka ns og mapster!” búið, ekki mjög líklegt að Zlave fari að taka mark á einhverju svona hugsunarlausu.

Ég legg til að 2 nokkuð aldraðir og áhrifamiklir menn í cs samfélaginu taki sig til og reini að fá tal á sem hæstráðandi manni hjá Simannum/simnet, það er lang best þegar á að fara bettla eitthvað svona að komast sem hæst, það á bara að byrja á toppnum og helst aldrei yfirgefa hann, reyna að ná í sem hæstvaldandi, ef þú talar við einhvern smátitt eins og zlave sem ég trúi nú ekki að ráði miklu (Ekki það að ég viti neitt um það, en það hljóta að vera einhverjir honum yfirráðandi sem hann þyrfti að tala við) Það er mun auðveldara fyrir yfriráðanda zlave að neita honum en ef að talað væri við einhvern sem væri honum hærri.

Þessir 2-3 einstaklingar sem mundu tala við einhvern yrðu þá að gera það persónulega með því að þurfa sjálfsagt að pannta tíma. Það kæmi nú sjálfsagt ekki til mikils gagns að hringja og halda 30 min fund um þetta. Þá gæti þeir hinu sömu þess vegna póstað enn einum tilgangslausum postinum á huga.is. Mundi sjálfsagt mikið hjálpa ef að þeir mudnu nú mæta dáldið formlegir til fundar, ekki í skjálfta4 bolnum angandi af svitalykt og ropandi og rekandi við, þeir eru nú að tala við daldið mikilvægann mann og er mjög gott að koma vél fyrir kynnum.

Þeir hinir sömu þurftu þá að vera búnir að skrifa nokkur atriði niður, s.s. mikilvægi þess að fá fleiri servera og byggja þannig upp stærra og betra netleikja samfélag og bæta þannig þjónustu Simnets og stækka viðskiptahópinn. Hvaða serverum mætti fækka, fjarlægja vegna þarfari nota fyrir hann/þá. Hvað nauðsinlegt sé að halda endurnýjun með serverum fyrir nýja leiki og fá inn nýja viðskiptavini. Væri sniðugt að afla sér á einhvern hátt upplýsingar um allan gagnafluttning sem fer í gegnum Simnet leikjaserverana og notendafjöld að meðaltali á dag. Hægt að fá út % hlutfall á því og notkun alls innanlands símnet kerfissins. (Hef ekki hugmynd hvort hægt væri að afla þeirra upplýsinga en væri gaman að virkilega fá að vita hve stór hluti Simnet kerfissins væri í leikjaserverum.) Þeir þyrftu að fá upplýsingar um ársveltu Simnets og kostnað við það að bæta kannski í mestalagi 6 nýjum serverum með tenginu og hve stórt hlutfall það væri af heildarársveltunni. Gætu fengið upplýsingar hve dýrt væri að hýsa 1stk server í 1 ár. Þeir gæti fengið upplýsingar hve margir serverar væri haldnir á simnet kerfinu og hvers tengudar þeir væru.

Simnet verður líka að fatta það að 1 af ástæðunum fyrir að svona margir nota ADSL frá þeim er vegna gífurlegar þjónustu, ég mundi nú telja leikjaservera vera mjög mikilvægann lykil í þjónustu við ADSL notendur. Ekki veit ég hve mikið af ADSL Heimilis notendum hafa komið inn á leikjaserver, en ég held að það sé nú ´drjúgt.

Ég hef ekki hugmynd um það hvort að það verður eitthvað af þessu, vona það hinnsvegar, ég mundi fara sjálfur ef að ég væri fyrir sunnan. Það væri hinnsvegar mjög forvitnilegt hvernig færi og hvort að virkilega væri hægt að ná einhverju í gegn, málið er bara að stefna nógu hátt, það sem er rosalegt mál fyrir zlave að koma 1 nýjum server í gegn þar sem að einhver mikilsráðandi þyrfti að hringja 1-2 símtöl og hann væri kominn uppp næsta dag.

Greyið komið ykkur síðan bara saman hérna fyrir neðann hverjir eiga að fara… Ekki annar hver maður mæta niður í símann og vilja tala við forstjórann út af því að þeir séu hundleiðir á því að þurfa bíða 10 min eftir scrim server!


“Stjórinn Hefur Talað”