Ég vil fá að sjá nýja tækni Varðandi VDSL.

Ísland tileinki sé nú fljótt nýja hluti og er nokkuð framarlega í samskiptum og kerfum tengum því. Samt sem áður tel ég að samkeppnin hérna sé ekki eins æskileg og hún ætti að vera.

Ég hef oftar en ekki séð hvernig mörg fyrirtæki komast upp með að hægja á þróun á ýmsum hlutum með það markmið að fá aukinn hagnað, að sjálfsögðu er það alveg eðlilegt að fyrirtæki vilji aukinn hagnað en það sem ég skil ekki er að þegar samkeppni er til staðar að hvorugt fyrirtæki sjái það til meiri hagnaðar í framtíðinni með því að uppfæra í nýjasta búnaðinn og þar með að bjóða meiri þjónustu og gæði miðað við verð yfir samkeppnisaðila.

Þó tel ég nokkuð góð stökk t.d. þegar maður fór af módemi yfir á ISDN og af ISDN yfir á ADSL. Nú er hinsvegar ADSL búið að vera til staðar í lengri tíma og mér finnst það vera fara vera kominn tími á að fara lengra þannig að þeir sem kjósi að hafa hraðari tengingar þurfi ekki að borga morðfjár fyrir. Sú lausn tel ég að sé VDSL. VDSL virkar að mér skilst þannig að þú notar símalínuna þína að næsta símaboxi þar sem merkið breytist yfir í stafrænt og fer þaðan eftir ljósleiðara. Samtals áttu að geta náð allt að 52mb/sec hraða.

Þetta er stórt stökk frá 1,5 ADSL sem er víst hæst núna.
Ég efast um að þetta yrði þannig séð ódýrt en markaðurinn fyrir svona tengingu er mun stærri heldur en bara fyrir þá sem vilja mikinn download/upload hraða , góðan tíma á spilun á leikjum.
Mörg fyrirtæki myndu án efa sjá kost í að uppfæra í þetta þar sem þetta er án efa ódýrara en föst lína.

Það sem ég hef lesið um þetta er að það kosti um $500-700 dollara að setja upp kerfið fyrir hvern notanda(ég býst þó sterklega við að það eigi bara við línuna til notandans, en ekki með stórbúnaði sem þarf í fyrirtækinu sem hýsir þjónustuna) Það má vel þó vera að þetta sé dýrara þar sem ísland er minna , en það er líka minni búnaður þar á móti.

Nú er lína.net búin að leggja ljósleiðara útum mest allt þannig að allt er til staðar til að breyta yfir í þetta nema búnaðurinn sjálfur og hefur hann verið í þróun síðan um '95 að mínum skilning. Það hefur verið byrjað að prufa þetta bæði í kanada og vestur-bandaríkjunum.

Ég prufaði að hafa samband við íslandssíma og landsímann og spyrjast fyrir um hvort þeir hefðu einhverja hugmynd um hvenær það yrði mögulegt að þeir færu yfir í þessa tækni eða hvort þeir væru byrjaðir á prufunun. Hjá hvorugu fyrirtækinu vissi manneskjan sem ég talaði við hvort það ætlaði sér að fara í VDSL.

Þetta einfaldlega skil ég ekki , ég get ekki séð annað en hagnað í því að bjóða betri , hraðari og ódýrari þjónustu heldur en samkeppnisaðilinn.

Ég sé nokkuð marga endalausa möguleika úr þessu. Hægt að er hýsa heilar blokkir tildæmis þar sem allir deila kostnaði og þá kostar svona risa-tenging ekki mikið fyrir heila blokk(einstaklingslega séð). Einnig öll fyrirtæki og áður en um langt líður þá væri þetta orðið á viðráðanlegu verði fyrir einstaklinga í einbýli/tvíbýli eða álíka.

Einning ber að geta að með þessari tækni ertu kominn á nægilegan hraða til að flytja kvikmyndir og annað sem krefst miklar bandvíddar. Með tímanum væri svo án efa hægt að fá einfaldan búnað fyrir þetta til að geta meðal annars leigt vídeóspólu beint úr sjónvarpinu sínu fyrir þá sem ekki eru netvænir. Auk þess sem ýmsar sjónvarpsstöðvar sem eru t.d. aðeins á örbylgjunni gætu náð til þeirra sem væru með þennan búnað.(semsagt í raun er eins og breiðband nema með meiri möguleika)

Ef aðeins yrði rukkað 3500 krónur fyrir línuna sjálfa á mánuði myndi búnaðurinn fyrir hana borga sig upp á 2 árum. Síðan getur t.d. simnet eða íslandssími eða hver sem þjónustar þetta rukkað aukalega fyrir þann búnað sem þeir setja upp.

Ég myndi nú vilja að einusinni tæki annað hvort íslandssími eða landssíminn færi með þetta í að minnsta kosti prufun og byrja bjóða einstökum aðilum þetta.

Ég veit ekki með ykkur en ég væri tilbúinn til að borga 10þús á mánuði fyrir að fá alla margmiðlun sem ég gæti mögulega þurft senda beint heim í hús hvenær sem ég vildi.

Einhverjir aðrir með álit á þessu eða vita meira um þessi mál heldur en ég ?

Einnig held ég að þetta kæmi mjög vel út fyrir leikjafólk því það væri hægt að hafa leikjasölu hér á íslandi á vefnum og þá gæti maður keypt tölvuleiki alveg jafn snemma og aðrir í heiminum AUK þess að þurfa ekki einusinni að fara útúr húsi til þess, þar sem við vitum allir að sólarljós eyðileggur fallega hvíta föla húðlitinn sem við vinnum svo hörðum höndum við að ná.