Hide'n'Seek er nýjung sem ég testaði í USA fyrir ekki svo löngu síðan. Ég vægast sagt féll fyrir þessu ;) Þetta er virkilega góð tilbreyting frá venjulega CS að skreppa í þetta from time to time.

Hvað er Hide'n'Seek?
- Hide'n'Seek er einfaldlega Feluleikur uppá íslenskuna. CT's eiga að elta uppi T's og drepa þá með hnífum. T's mega ekki berjast á móti, ef CT's eru að slæsa þig þá bara so be it.
- Þetta er eitt stórt map með fullt af húsum og leikvelli og trjám sem hægt er að boost'a uppí(mátt nota eins marga og þú vilt í boost).

Nokkrar Reglur:
- CT's mega ekki kaupa NEITT.
- T's mega kaupa Armor, 2x Flash og Smoke, EKKERT annað.
- CT's eiga semsagt að elta upp T's og drepa þá með hnífnum.
- Ef T's streitast á móti (slæsa eða skjóta) þá tapa þeir roundinu.
- Ef CT's nota eitthvað annað vopn en hníf þá tapa þeir roundinu.
- Þegar roundið byrjar fara ALLIR CT's inní vinstri runnann við spawnið þeirra og campa þar í 30 sek án þess að kíkja út, til að leyfa T's að hlaupa milli og velja sér góða felustaði. Svo geta T's notað flash og smoke til að trufla CT's ef þeir eru að elta sig og virkar það oftar en ekki ágætlega. ;)
- Það gefur auga leið að T's eiga ekki að láta ná sér, þannig að þeir mega hlaupa um allt eins og þeir geta og geta menn orðið nokkuð góðir í því með æfingu.
- Ef T's vinna, þ.e.a.s. ná að halda 1 eða fleirum lifandi út roundtímann þá haldast liðin og menn byrja aftur eins, CT's fara í 30 sek í runnann vinstra megin og bíða og svo er haldið áfram að hunta.
- Ef CT's vinna, þ.e.a.s. ná að hnífa alla í T, þá skipta allir um lið, þeir sem voru í CT fara í T og öfugt.
- Reynum svo að hafa liðin jöfn, þ.e.a.s. fjölda í liði.

Server Reglur:
- sv_gravity “400”
- mp_roundtime “4”
- mp_startmoney “16000”
- sv_airaccelration “10”

Getið spurt um allt á irc, #hidenseek.is eða bara msg'a mig á irc, þar er ég undir “siggir”.

Download: http://cs.bosskey.net/maps/hide_n_seek.zip


Kv,
Sigurður R.H.
TCS Head-Admin
siggi@sprettur.com
Sigurður Helgason