Ástæða þess að ég skrifa þetta er óánægja mín með að friendly fire skuli ekki vera haft á öllum eða flestum CS þjónun hjá simnet, isnet og fleirum. Þó hef ég ekki kannað hvað margir eru með friendly fire á, en frekar fáir held ég. Það sem gefur CS svo mikið skemmtanagildi er hvað þetta eru raunverulegar aðstæður, í réttum hlutföllum við action. Það er vissulega smekksatriði með hvort friendly fire eigi að vera á en það gerir leikinn allavega raunverulegri. Annað er það sem er deilt um, það er “camping” þegar menn koma sér fyrir einhversstaðar vel faldir og bíða eftir óvininum, oft þá þegar liðsfélagarnir eru dauðir. Þetta gerir það að þeir dauðu þurfa að bíða lengur eftir næsta leik. En hugsum aðeins, svo lengi sem maðurinn er ekki að flýja endalaust, heldur er að bíða eftir óvininum, þá er ekkert að þessu, vegna þess einfaldlega að þegar tíminn sem er gefinn er liðinn, endar leikurinn. CS er ekki frag festival, heldur frábær blanda af action og herkænsku.