<b><a href="http://www.natural-selection.org/“ title=”Heimasíða Natural Selection“>Natural Selection</a></b> er nýjasta mod-ið sem byggt er á Half-Life vélinni.

Þetta er nú rétt rúmlega vikugamalt en menn eru strax farnir að skipa sér í ”old-timer“ hópa ef marka má bullið á sumum þjónanna. Sumir eru að fárast yfir ”n00bum“ sem mér finnst nú nokkuð gróft þegar sá sem vælir er í mesta lagi með 7 daga reynslu framyfir hinn :)

Menn eru að nálgast NS með svipuðu móti og TFC, enda mun líkara því en CS. Mikil taktík og samvinna er aðalmálið hérna, það eru engin headshot eða þvíumlíkt í gangi hér. Þó er þetta talsvert öðruvísi en TFC, ég ætla því að renna hérna aðeins yfir helstu atriði sem gott er að fá á hreint svo að maður viti út á hvað dæmið gengur. Þetta er ekki tæmandi upptalning en ætti að koma öllum í startgírinn. Hjálpin sem fylgir með NS er nokkuð góð og þar má sjá betur hvaða upgrade er hægt að fá og svo framvegis.

Athugið að hægri músartakki (attack 2) er notaður til flestra aðgerða, svo sem að kalla á aðstoð (Marine), evolva sig eða byggja eitthvað (Alien).

=========xxx==========
NS er sérstakt að því leyti að liðin tvö eru MJÖG ÓLÍK. Annars vegar höfum við <b>Marines</b> og hins vegar <b>Aliens</b>. Liðin geta ekki haft sömu vopn og þau eru með mismunandi uppbyggingu að öllu leyti.

Marines vinna með því að eyða öllum Hive-um Aliens og öllum Aliens (ekkert Hive = ekki fleiri Alien). Aliens vinna með því að eyða öllum respawn punktum Marines (Commander getur búið til respawn punkta) og command console.

=========xxx==========

Marines eru aðeins af einum ”klassa“, það er ekkert val um að vera Engineer, Soldier eða álíka. Einn Marine verður þó að gerast <b>Commander</b> sem er mikil ábyrgðarstaða. Commanderinn stjórnar sínum mönnum úr sæti sínu, hann er með yfirsýn yfir allt kortið og sér sína menn og turret og sentry guns og önnur tæki. Hann getur einnig séð geimverur sem eru nálægt skynjurum eða Marines og varað sína menn við.

Commander getur varpað vopnum, heilsu, ammo og armor í námunda við sína menn, þeir geta þá pikkað það upp. Commander getur líka varpað niður ýmiss konar tækjum en þarf aðstoð félaga sinna til að virkja þau. Hann getur búið til svokallaða waypoints og þá sér Marine að hann á að fara 43 metra í þessa átt til að virkja turret (lítil sentry gun) eða resource tower eða hvaðeina. Marine-inn finnur tækið, fer alveg upp að því og heldur svo inni USE takkanum (E er default stillingin) þar til að tækið fer í gang.

Resource towers safna resource-stigum fyrir liðið, Commanderinn eyðir svo resource-stigunum í öll þessi tæki, armor, ammo, vopn og heilsu.

Ef að Commanderinn er ekki að standa sig geta hinir Marines kosið hann út úr Commander klefanum. Þá dettur sá leikmaður úr stól sínum og kemst ekki aftur í hann. Einhver annar Marine verður því að gjöra svo vel og setjast í sætið og stjórna öllu.

=========xxx==========

ALIENS eru ekki með commander, þær hafa ekki yfirsýn yfir kortið og því verða þær að vinna betur saman en Marines sem að dugar oftast að fylgja leiðbeiningum Commandersins. Þau resource sem að Aliens liðið safnar fara ekki í einn stóran pott eins og hjá Marines heldur skiptast jafnt á hvert Alien fyrir sig. Hver tegund getur þó haft mismunandi mest ákveðin stig (Skulk 33 stig, Gorge 100).

Í stað þess að hafa yfirsýn geta þær hins vegar séð liðsfélaga sína (gulir punktar í gegnum veggi) og svo þá Marines sem að liðsfélagar eða Alien hlutir sjá (t.d. ef að Lerk húkir einhvers staðar í loftinu og horfir á hóp af Marines, þá sérð þú hvíta punkta hjá þér sem tákna staðsetningu þessara Marines).

Aliens byggja afkomu sína á <b>Hives</b>, þær byrja leikinn með eitt Hive og verða að byggja tvö í viðbót (á þeim stöðum sem þar er hægt… aðeins til 3 staðir í hverju korti fyrir Hive) til að geta átt alvöru möguleika á að gera út af Marines.

Það eru til 5 ”klassar“ af Aliens sem hægt er að spila. Þegar að leikurinn byrjar (eða þú respawnar) ertu <b>Skulk</b>, þú getur líka orðið <b>Gorge</b> eða <b>Lerk</b>. Til að geta orðið <b>Fade</b> þurfa Aliens að vera með tvö Hive og til að verða <b>Onos</b> þurfa þrjú Hive að vera í gangi. Þú getur evolvað þig með því að smella á attack-2 og velja Evolve og svo þá tegund sem þú vilt.

<b>Skulk</b> eru litlar ferfættar drápsvélar í hundslíki með allsvaðalegan hákarlskjaft og risaklær sem gera þeim kleift að ganga upp veggi. Þetta getur verið hentugt til að koma Marines á óvart. Seinna meir (þegar fleiri Hive eru í gangi) öðlast þeir aukakrafta.

<b>Gorge</b> eru líkir Skulk að vaxtarlagi nema að þeir eru seinni á fæti, þybbnari og geta ekki bitið. Þeir eru hins vegar algjör lykiltegund, aðeins Gorge geta byggt Hive, resource tower og fleiri byggingar (offensive tower sem er ígildi sentry gun). Þeir geta líka læknað félaga sína og byggingar með Health spray. Þegar fleiri

<b>Lerk</b> eru leðurblökur sem spýja eitri og örvum og geta flogið. Seinna meir geta þær búið til mikil eiturský sem geta stráfellt Marines í lokuðu rými.

<b>Fade</b> eru hávaxin og ógvekjandi kvikindi með allhrottalegar klippikrumlur. Þær spýta líka eiturkúlum og seinna meir geta þær spýtt allsvaðalegum eiturbombum. Tvö Hive þurfa að vera starfandi til að hægt sé að breyta sér í Fade.

<b>Onos</b> líkjast einna helst brynvörðum fílum. Þeir eru með hvorki meira né minna en 500 í heilsu og því margra manna makar. Aliens þurfa að hafa öll þrjú Hive í gangi til að hægt sé að verða að Onos. Onos geta rekið upp stríðsöskur sem að gefur öllum nálægum Aliens aukakraft.

=========xxx==========

Lykilatriðið í þessum leik er að vinna fyrir liðið, ef að Hive er í hættu verður þú að bregðast skjótt við og reyna að koma því til bjargar sért þú Alien. Sem Marine þá er takmark þitt að eyða Hive-unum, öðruvísi getur þitt lið ekki unnið leikinn og þið fáið eins og eina þrjá Onos inn í respawnið ykkar, þá er leikurinn búinn fyrir ykkur. Munið, engin headshot og hjá Marines er ekki einu sinni talið hversu marga þeir drepa eða hversu oft þeir drepast. Ekki hægt að vera stigahóra í þessum leik því að hann byggir á liðsheildinni.

=========xxx==========

Þetta er bara rétt forsmekkurinn af því sem að Natural Selection býður upp á. Hér hef ég ekki nefnt cloaking, invisibility, upgrades og fleiri og fleiri hluti. Um það má lesa í hjálpinni sem fylgir með Natural Selection.

Góðir tenglar til að kynna sér meira um NS:
<a href=”http://www.readyroom.org/“>Readyroom</a>
<a href=”http://homepage.ntlworld.com/pat.murphy/rcbot/" >Bottar til að æfa sig með</a> (gott t.d. til að læra að verða Commander sem er stressandi staða á public)

=========xxx==========

Þá er bara vonandi að allir smelli sér á leikjaþjónana (tveir hjá Símnet og þrír hjá Fortress við síðustu talningu) og passi sig á að velja auto-team því fátt er leiðinlegra en ójöfn lið.
Summum ius summa inuria