Triplehackone býður þér á LAN Mót sem haldið verður helgina 15-17 nóvember á Hótel Barbró, Akranesi. Keppt verður í CounterStrike, Ghost Recon, Tónlistargerð og graffíkhönnun. Góð verðlaun eru í boði.
Mótið hefst kl. 12 á hádegi á föstudeginum 15. nóv. Barbró mun sjá um að mannskapurinn verði ekki svangur og mun framreiða pizzur, ásamt því að bar verður opinn f. keppendur 20 ára og eldri.
Mótinu lýkur svo kl. 18 á sunnudeginum. Keppnin í CS verður með því fyrirkomulagi að 5 manns verða í hverju klani og keppt verður með “Pýramídafyrirkomulagi”.
Keppnin í Graffíkhönnun byrjar kl. 16 á laugardeginum. Keppendur hafa 4 tíma til þess að gera myndina sína.
Keppnin í tónlistargerð verður kl. 14 á föstudeginum. Keppendur mega nota hvaða forrit sem er við tónlistargerðina. Lögin verða síðan leikin í hljómkerfi Barbró.
Ekki er ennþá búið að ákveða með hvaða fyrirkomulagi keppnin í Ghost Recon verður.
Verðlaun í öllum geinum verða afhent kl. 15:00 á sunnudeginum.

Gjald f. mótið er 2500 kr. Hægt verður að kaupa netkort og Lan snúrur á staðnum. Frekari upplýsingar eru veittar á íslensku í síma 8470323, og á ensku og sænsku í síma 8652241. Einnig er tekið við pöntunum í þessum númerum.
E-mailið hjá TripleHackOne er triplehackone@hotmail.com og eruð þið hvött til þess að senda fyrirspurnir þangað.
Hótel Barbró og Hljómsýn eru helstu styrktaraðila