Sælir. Mig langar í hjól og hvar fæ ég ódýrt hjól en samt ekkert rusl? Þá er ég að tala um í kringum 30-50.000kr (eða ódýrara en það var víst ólíklegt að finna hjól á minna verði). Þarf bara hjól til að komast á milli staða, e-ð sem er þægilegt að hjóla á. Er ekki að leita að freestyle hjóli heldur meira svona all-around (gírahjól). Skoðaði heimasíðuna hjá gap, erninum, hjolasprettur.is og það sést nú voða lítið á þessum myndum hjá útilíf. Mæliði með e-u hjóli eða búðum sem ég ætti að checka á?
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.