Outkast-Stankonia 8/10 OK. Outkast er ein af þessum grúbbum sem hafa verið að gera svona frammúrstefnulegt HipHop, og öðruvísi.
Stankonia er þeirra 4 diskur og slær hann hinum lítið við.
3 lög af honum hafa verið að fá mikla spilun upp á síðkatið en það eru Mrs Jackson, B.O.B og Fresh & Clean.
Þetta er ein af þessum góðu hljósveitum sem er góð sama hversu mikla peninga þeir græða.
Það sem dregur hins vegar diskinn niður eru öll Interlude'in, en það er bara vegna þess að ég þoli yfirleitt ekki tal og svoleiðis kjaftæði inn á milli laga, og þarna er allt of mikið af því, en allavegana er þetta mjög góður diskur og vel þess virði að eiga, eins og alla diska/plötur með Outkast.

En þessa grein sendi ég inn þann 2. apríl 2001

Andre Benjamin (Dre) og Antwan Patton (Big Boi) gengu í sama skóla í Atlanta, og kynntust þeir í gegn um rímnakeppnir og urðu þær til þess að þeir fengu virðingu frá hvorum öðrum. 1992 formuðu þeir Outkast og skrifuðu þeir undir samning hjá LaFace records (sem hefur skrifað undir mikið af R&B. M.a. TLC og Xscape).
OutKast er blanda af suðrænni sálartónlist, hardcore hiphoppi, funki og mörgu. Outkast eru frá Atlanta og hafa þeir mótað nýja hiphop stefnu (suðrænt rapp hafði yfirleytt talist sem dirty rapp (the dirty south)). 1993 gáfu þeir út “Southernplayalisticadillacmuzik”, og ásamt Goodie Mob tóku nýja stefnu, meiri melódíu, þéttari texta og annað, og fór hún á topp 20 og varð hún af öruggri platínumsölu.
Fyrsta smáskífan þeirra “Player's Ball” fór beint upp í 1.sætið á Rap/Hiphop listum nánast allra þjóða, og settu þeir af stað röð smáskífa. Sama ár unnu Outkast verðlaun sem besta nýja grúbban hjá hinu virta Source rapptímariti. 1996 kom svo ný plata frá þéim félögum og hét hún ATLiens og fór hún í annað sætið á Ameríska sölulistanum og í tvöfalda platínumsölu með hjálp “Elevators (me & you)” sem var þeirra fyrsti singull af þeirri plötu.
Aquemini kom út 1998 og fór hún líka í tvöfalda platínumsölu. Engir stórir hittarar voru á þessari plötu og voru gagngrýnendur á því að platan væri í raun slæm og bara hreint og beint ókláruð. Svo voru þeir kærðir fyrir aðal singulinn (Rosa Parks) en málið var lagt niður.
Seint árið 2000 kom út þeirra fjórði diskur “Stankonia” og hafa fyrstu 2 singlarnir (Ms. Jackson og B.O.B.) slegið rækilega í gegn enda frábær lög á frábærum disk.
Endilega tjékkið á'onum

-grín-

8/10
Fighting for peace is like Fucking for virginity, just plain stupid