Ef einhver nennir að lesa þetta allt þá fær sá hinn sami 10kall frá mér. En annars er þetta svo frekar tæmandi lýsing á því hvað ég í stórum dráttum trúi á í lífinu njótið vel.



Hafa ekki allir drengir hugsað sem nú á hlýða
þegar þeir heyra um stúlku sem gerir fátt annað en að ríða:
“DRUSLA, fanatísk og megn SKÆKJA,
mig langar af bræði og viðbjóði að bölva og hrækja!”
já fíflin ykkar á ekki bara bálköst að hlaða, biblíu að sækja?
og svo brenna svona pakk, sem sefur hjá, svo búið; “bless og takk,
næsti, þú varst með svo lítinn göndul, ég er rétt orðin æst
meira/ meira/ áfram/ keyra!”
Og hvað er að því pungsveittu karl hálfvitar, eru klof ykkar öllum harðlæst?
hér glerharður feministi rímur ritar, niður og síðar flytur
og biður þig, sem heima situr,
að vera ekki/ orðinn rétt tvítugur eða minna/ strax heilaþveginn
að reyna láta því ekki linna/ að feta þröngan, illgenginn sjálfstæðisveginn
að hugsa um hvað þér finnst
pæla í því hvernig jafnrétti bæði kvenna, manna sem og stétta ávinnst
hvað þú sem einn maður/ ein kona/ getur gert
því innantómt blaður/ það að sitja og vona/ fær ekkert misrétti skert,
besta og jafnvel eina mótspyrnan sem þú getur veitt
fyrsta hryðjuverkið sem þú getur til lykta leitt
það eitt/ sem þú færð breytt/ ert þú sjálf eða sjálfur
öruggasta leiðin til að gera alvaldið reitt
bylting hugans/ bylting andans,
fari hefðir og viðurkennd speki til fjandans
stígum ekki lengur þennan gamla, stirða vals
saminn af öðrum/ heldur stjórn- og guðlausan byltingar dans,
Já ég er ekki bara að tala um feminisma
heldur einnig frelsi og réttlæti/ að verða ekki kerfisgamma æti
og það með algerum anarkisma/ ég styð uppþot og læti
ekki þó gegnum vandalisma/ heimska að brjóta það sem brotnar
slíkt rusl rotnar/ járn og steypa niður grotnar/ hvort eð er
fíflaskapur að eyða orku og tíma í að eyðileggja bara hvað sem er
láta eins og maður sé með heila á stærð við bláber
ég er að tala um hnitmiðaðar aðgerðir/ vandaðar aðferðir
tortíming á hærra plani/ að verða samfélagsbani/ sjúkdómur, veira
og slíkt er gert fyrst og fremst með hugsunum
þó sumir álíti það svona meira/ að fara úr buxunum
á austurvelli og múna alþingi,
eða það að keyra nokkra hringi/ framhjá sendiráði bandaríkjanna
beinandi að því uppréttum miðfingri/
og að tala um að kanabis og efedrín ætti ekki að banna
slíkt eru tómstundir grunnra uppreisnarmanna
nei, þú þarft að vita hvert þú ætlar
kortleggja hvaðan súrt kerfisregnið á okkur vætlar
á þann stað að komast fyrir alla muni/ setjast við stjórnvölinn
stöðva þar rennslið/ og þegar tappi er í flöskunni/ liðin er kvölin
mun mitt fólk, mitt lið/ reisa frelsið úr blautri öskunni/
þetta allt gerist þó aðeins síðasta spölinn,
aðeins undir lokin verður dvölin/ þægileg/ og ferðin er vart hafin
komum að öllum líkindum út lemstruð og barin
já færðin er afar léleg/ og þig því spyr ég:


Viðlag:
ertu lifandi eða dauður?
velgjulegur fölbleikur, eða skerandi eldrauður?
ferðu þangað sem þú vilt eða ertu teymdur sauður?
eru það fyrir þér fréttir
að til séu þeir, sem láta ekki smala sér í réttir?
ég bið þig; orðum mínum trúðu
og með mér, að betri heim búðu.

Það er svo margt að á þessu skeri
stelpa þykir á kvenþjóðinni leri
ef hún er með háruga leggi eða handarkrika
og hún þarf að passa upp á útlitið
eins og um væri að ræða vandmeðfarinn lystigarðs landsskika
og ekki líður hér ein vika
án þess að maður heyri í eða um enn annan 16 ára rasista
tælendingahatara/ fífl, sem á “fólk-sem-ég-vil-lemja” lista
já meirihluti æskunar er álíka spennandi og setin líkkista
þröngsýnar grúppíur hvors annars, manískar hópverur
útúr málaðar með anórexíu eða þöglir strákar á sterum
sem geta ekki ímyndað sér að eyða laugardegi í sínum eigin vistarverum
nei það þarf að fara út, verða full
slökkva á hausnum, fíflin ykkar;
þetta gráa milli eyrnana heitir heili, ekki steinull
það á með honum að hugsa, ekki einangra hann,
með því að drekka spræt og kartöflusafasull
þér finnst þetta kannski vera bull/ en ég segi það satt;
afhverju heldurðu að ríkið selji vín en segist samt fyrirlíta vímu
þetta er allt partur af plani svo þú borgir skatt/ eygir ekki ljósskímu
lesir þessa rímu/ og hugsir: “Maðurinn er ruglaður,
hvað er hann að steypa, ég er hamingjusamur, ég er glaður”
hugsaðu maður:/ vín er dóp, og dóp stjórnar huganum
Deyfir og slævir, eigin vitund situr í skugganum,
af vilja kerfisins/…
en hey, þó ég drekki ekki/ þýðir það ekki
að ef ég réði/ léti ég þig bera mína hlekki
og vera eins ég: aldrei nokkurn tímann!
ég trúi á algjört frelsi, eina reglan, mitt eina bann
er að ekkert sé bannað ef það kemur þér einum við
svo lengi sem það trufli ekki annarra frið
svo þú mátt fyrir mér sprauta þig með heróíni
ganga um nakinn og stunda eða kaupa vændi
hvað sem þú vilt/ ekkert ætti þér að vera skylt
að bera undir aðra, ef það gerir aðeins þér og engum öðrum illt
ríkið er óþarft með öllu, steypum því í heild sinni af stóli
endum hér með að líf okkar sé skóli/ í undirlægni og hlýðni,
ein spurning; hver er þín hjartsláttartíðni/ já;

Viðlag:
ertu lifandi eða dauður?
velgjulegur fölbleikur, eða skerandi eldrauður?
ferðu þangað sem þú vilt eða ertu teymdur sauður?
eru það fyrir þér fréttir
að til séu þeir, sem láta ekki smala sér í réttir?
ég bið þig; orðum mínum trúðu
og með mér, að betri heim búðu

ég sé nú fyrir mér höfuð ykkar í vantrú hristast
efablik í augum þið standið fast/ á ykkar
óbilandi óþol og vantrú á kerfislast/
hjá gegnsýrðum, vel þvegnum huga ekki klikkar
haldið að ég sé ofsóknarbrjálaður/ vitfirrtur lítill maður
sem trúir að heiminum ráði sjö hvíthærðir,
jakkafataklæddir/ harvard lærðir/ vondir menn
í toppi Empire State sem hlæja eins og doktor frankenstein
serða eina og eina óspjallaða geit milli þess sem liggja á satanískri bæn
hvílík steypa, raunveruleikinn er ekki mynd eftir Oliver stone
um alheims yfirráð einstakra manna með yfirfull peninga lón/ varakoppí, klón/
af sér sjálfum/ og vopnum búinn her af genabreyttum álfum
þannig er nú það að kerfið viðheldur sér sjálft
enginn vinnur, hlutverk allra í mesta lagi hálft
við erum öll hlekkir í neti, ekki keðju
þó einn bresti það enn heldur
skíðlogandi bál, eldur/ sem einstakir dropar fá ekki slökkt
áhrif eins í mesta lagi smávægilegt hökt
á þessari vel smurðu vél
Það þarf stanslaust flæði/ ekki einstakar skvettur
veitt af yfirvegun ekki bræði,
opnið því augun og veitið mér lið,
þar til áunninn er okkar eini mikilvægi réttur,: FRELSI.
losa okkar anda og hendur/
breyta plánetuni úr heimsins stærsta fangelsi,
í bjartar víðar hugarlendur/

Viðlag
ertu lifandi eða dauður?
velgjulegur fölbleikur, eða skerandi eldrauður?
ferðu þangað sem þú vilt eða ertu teymdur sauður?
eru það fyrir þér fréttir
að til séu þeir, sem láta ekki smala sér í réttir?
ég bið þig; orðum mínum trúðu
og með mér, að betri heim búðu…