Er ég á morgnana vakna,hár mitt út í loftið er.
Það er sama hvað ég reyni, út í loftið það fer.
ég reyni vatn og hárpsrey, reyni gel og hárvax,
en það dugar ekkert nema, besta greiðan mín.

Ef ég ætti þig eigi, hár mitt stæði útí loft,
allan daginn alla ævi,hár mitt stæði útí loft.
En þú kemur mér til bjargar, og reddar málinu,
lagar hár mitt niður, því þú ert besta greiðan mín.

Viðlag:
þú ert besta greiðan mín,
svo glansandi sæt og fín.
þú ert besta greiðan mín,
ég gæti ei verið án þín.
því þú ert besta greiðan mín.

Þeg'r ég fer á djammið, þú ætíð bjargar mér
þú ert besta heimsins greiða, í veröldinni hér.
Og þótt víða væri leitað, enginn gæti bjargað
hárinu mínu, betur en besta greiðan mín

Það hafa margir reynt, að taka þig mér frá
en ég tók alla sem að reyndu og bustaði þá
Þeir liggja allir núna, spítala á
því þeir reyndu þér af mér að ná.

Mér er sam'um lög og reglur og sam'um lögreglur
ég gæfi lífið fyrir þig, minn lífsins förunautur
Hvort sem ég end'á himnum eð'í hel, ætíð þú verður þar með mér.
Það mun ekkert sundra okkur, því þú ert besta greiðan mín.

[Viðlag X2]