ég finn fyrir sorg og ég finn fyrir reiði/ öllum hugsunum um mig og þig ég eyði/ tók í hanbremsuna á lífsinsþjóðveginum/ á nóttunni er ég sorgmæddur en ágætur að deginum/ það eina sem ég átti eftir hef ég tapað/ eins og föður minn segir að lífið mitt sé glatað/ á vídjó tæki lífsins er hvorki rewind né pása/ eldurinn farinn eins og á kerti mundi blása/ ég hef ekkert sjálfstraust lengur/ ´´ég samhryggist þér drengur´´/ er setning sem ég hef heyrt alltof oft/ hvort sem ég fer niður í kjallara eða uppá háa loft/ mun ég alltaf hugsa til þín/ hvort sem það er rigning eða sólin skín/ því ást mín til þín mun aldrei hverfa/ tár og ónýtt líf er það eina sem ég mun erfa/ afhverju fer lífið með mig svona alla daga/ lífið mitt er ömurlegra en langdregin saga/ ég elskaði þessa stelpu meira en lífið sjálft/ hjarta mitt grætur alltof hátt/ lífið er mér eins og ílla fenginn fengur/ þessi ungi drengur/ á ekki skilið að lifa lengur/ mundi óska að dauðinn væri eilífur draumur/því án hennar í sálinni er ég aumur/þessi stelpa hefði verið mér allt/ núna er ég einn og það er kalt/ líf mitt án hennar/ er eins og 1000 blöð en engir pennar/ þarfnast hennar aftur inní mitt líf/ það mun aldrei gerast en ég sit hér og bíð/ ég sakna þín/ komdu aftur til mín..