Skotið á Rottweilerhundana: Geltinn hundur glefsar ekki

Út er kominn diskur, sumt er útstrikað og bannað
en er hann listrænt stórvirki? Nei, það finnst mér ekki sannað,
þó umslagið sem slíkt sé ágætlega hannað.
Sko þeir eru að berja sér á brjóst og segjast vera að battla
en eru svipað ógnvekjandi og öldungur í fatla,
öldungur á Hrafnistu sem segist vita sitt
en er löngu orðinn kalkaður og hættur að gera hitt
og þar af leiðandi dottinn inn í alls kyns fantsíur
um endalausar ríðingar og gaura jafnt sem píur.
Svo eigna þeir sér heiðurinn af annarra manna glæp
og þykjast vera mannætur, en það er bara hæp
og droppa nofnum, reyna suma ráðamenn að dissa,
mig grunar samt að höfðingjarnir fari bara hissa
að flissa því samsetningurinn er svo yfirgengileg þvæla
að öllum hlýtur að vera sama hvað Rottweilerarnir væla.
Ég meina, þeir reyna, en því er ekki að leyna
að ef kutinn manns er bitlaus, þá kemur engin skeina
og innantómur orðaflaumur snertir ekki neina.
Mig langar til að nefna máltæki sem ég þekki,
mig minnir að það sé svona: Geltinn hundur glefsar ekki.
En strákar mér finns ekki þið ættuð bara að þegja,
þið mættuð bara reyna að finna eitthvað til að segja
sem skiptir meira máli en ríðingar í rassa
og reðurtott og brundur, ég meina, hafið meiri klassa!
Þið hljótið að finna eitthvað ef þið gefið ykkur tíma,
þið gætuð jafnvel fundið fleiri orð sem ríma.
Ég meina, það er gott að reyna,
en af textunum ykkar ég teldu ykkur alla hreina sveina
fixeraða á kynlíf, en kannski má því redda
svo komist fyrir í hausnum á ykkur eitthvað meira en gredda.

*höfundur óþekktur en líklega húsmóðir í vesturbænum*