Já halló, ég veit ekki mikið um hip-hop, held bara upp á eina hip-hop hljómsveit og það er the roots. En allavegana (og núna er ég bara að tala útfrá mér) er hljómsveitin Faculty ekki bara óvinsælasta hljómsveit á Íslandi? Eða jafnvel í heiminum?
Ef við tökum nú t.d. eitt dæmi til að rökstyðja þessa spurningu mína, hérna á áhugamálinu hip-hop á huga.is, stendur yfir könnun þar sem er verið að tala um bestu plöturnar eða eitthvað (man það ekki alveg) Og þar hefur hljómsveitin Faculty ekki fengið atkvæði. Og ég man fyrir svona hálfu ári eða eitthvað þá var mér sagt að einhver diskur með Faculty hafi bara selst í 34 eintökum eða eitthvað, er það ekki alveg hrikalega lítið miða við hip-hop áhugan á Íslandi?
– Og svo var annar orðrómur um að þeir hafi einhverntíman ráðist inná Rottweiler tónleika og verið bara með einhver helvítis læti, voru þeir þá ekki bara að lýsa því yfir að þeir öfunduðu Rottweiler fyrir að vera miklu vinsælli en þeir, og ætluðu að \“hefna\” sín all svakalega barnalega og vera með læti á Rottweiler tónleikum.

Þið skiljið kannski ekkert af hverju ég er að skrifa þetta, en er ég að skilja þetta rétt, og ef svo - af hverju er Faculty ekki bara hættir?