MF Grimm Fyrir þá sem ekki vissu var MF Grimm skotinn fyrir nokkrum árum. Læknar sögðu að það væru mjög litlar líkur á því að hann myndi lifa þetta af, enda hæfðu tíu kúlur hann og þar af er ein ennþá föst í maganum hans. En þótt ótrúlegt sé þá náði hann að lifa þessa skothríð af. Hann missti bæði sjón og heyrn og var lamaður fyrir neðan háls. Með tímanum tókst honum að fá sjónina og heyrnina aftur og náði að hreyfa sig fyrir ofan mitti. Hann er nú í hjólastól og situr inni með 15 ár og allt að ævilangt yfir höfði sér. Fyrir þá sem ekki kannast við MF Grimm ættuð að fara að læra heima því þetta er einn af bestu unsigned artistunum sem fyrirfinnast í bransanum í dag. Rob Swift úr X-Ecutioners (X-Men) hefur meðal annars pródúsað nokkur lög fyrir hann.