Jæja

Ég er búinn að vera að hlusta slatta á hið ört stækkandi Íslenska hip-hop, lesa textana hérna á síðunni o.f.l. Og þetta rugl sem er verið að tjá sig um er ótrúlegt, gangstera, thug, battl kjaftæði. Hafiði bara ekkert meira að segja?? Þetta er allt eitthvað wannabe kjaftæði, étið upp eftir uppáhalds gangster rapparanum sínum, sem er eflaust wannabe líka. Hip hop virðist farið að vera hópur af krökkum sem vita ekkert hvað þeir eiga að segja, reyna að drulla yfir allt og alla, reyna að vera harðir, geta ekki rappað á íslensku án þess að sletta. Það er stundum vandræðalegt að lesa þetta rugl, í guðanna bænum hættiði að gera ykkur að fíflum og reyniði að skrifa um eitthvað annað en svona kjaftæði, það er ekki nóg að geta rappað…. þú verður að hafa eitthvað að segja. Eina hjómsveitin sem ég man eftir í augnablikinu sem er með metnaðarfyllri texta eru Skytturnar.

Þið eruð ekki með byssur, þið eruð á Íslandi, Hip hop er tjáningarform, ekki ljósritun á því sem aðrir eru að gera.

Takk fyri