Tupac Shakur Fyrsta nafn Tupac var Lesane Parish Crooks, en mamma hans lét breyta nafninu hans þegar hann var lítill í \“Tupac Amuru\”, sem þýðir skínandi snákur, og \“Shakur\”, en á arabísku merkir það þakklátur guði. Tupac Amaru Shakur er besti rappari í heimi, þó að hann sé dáinn. Hann fæddist í Brooklyn í New York 16. júní 1971 og dó 13. september 1996 í Las Vegas þegar hann var skotinn úr bíl.

Móðir hans hét Afeni Shakur, faðir hans William Garland og stjúpfaðir hans hét Jeral Wayne Williams aka Mutula Shakur. Hann átti tvö hálfsystkini, Sekyiwa Shakur og Maurice Harding sem var í hljómsveitinni Thug Life með Tupac. Guðfaðir Tupac hét Elmer \“Geronimo\” Pratt. Tupac var giftur Keishu Morris en hann skildi við hana og trúlofaðist Kididu Jones.

Tupac flutti til Baltimore MD þegar hann var lítill. Þar uppgötvaði hann áhuga sinn á listum. Hann var góður strákur, bjó til ástarsöngva, ljóð og lærði í listaskóla . Þar lærði hann bæði leiklist og ballet. Hann fékk ekki tækifæri til að klára námið því hann flutti ásamt fjölskyldunni sinni til Oakland í Kaliforníu. Þá fór hann að, eins og hann kallaði það, \“Hang with the wrong crowd\”, eða eins og sagt er á íslensku: hann lenti í vondum félagsskap.


Tupac gekk í rappsveitina Digital Underground, sem dansari. Hann gaf síðan út sína fyrstu plötu en lagið \“Brenda\'s Got A Baby\” gerði hann þekktan.Fyrir vikið hlaut hann aðalhlutverk í myndinni \“Juice\”. Síðar gaf hann út fleiri plötur sem urðu hver annarri vinsælli. Tupac lék svo á móti Janet Jackson í myndinni
\“Poetic Justice\”. Tupac lék aukahlutverk í þrem öðrum myndum, þeim \“Gridlock\'d\”, \“Bullet\”, og \“Gang Related.\”

Hann gaf út fjórar plötur meðan hann var á lífi en Don Killuminati gaf út diskinn The 7 Day Theory eftir Tupac stuttu eftir að hann dó. Þar að auki hafi komið út aðrar þrjár plötur með honum eftir dauða hans og ein með ljóðum hans í flutningi annarra.

Rappsveitir sem Tupac var í hétu One Nation Emcees, Two From The Crew, Strictly Dope, Digital Underground, Thug Life, Outlaw Immortalz/OutlawzRapnöfn hans voru MC New York, 2Pac, Makaveli (the don).

Tupac var einu sinni kærður fyrir kynfærislega áreitni en honum var svo sleppt fyrir 1 miljón bandaríkjadala.

Kveðja Birki