Ég er búinn að velta því lengi fyrir mér, hvað það er mikil nauðsyn á hiphop, r´n b (alternative) útvarpsstöð.

Það er ekki langt síðan Múzík hætti rekstri, og það er ekkert undarlegt við það, því það er eins og það hafi ekki verið starfandi nein auglýsingadeild hjá þeim. Það er eins og þeir hafi bara vonast til að allir hringi í þá til að auglýsa.

Mér finnst undarlegt ef auglýsendur sjá sér ekki hag í því auglýsa vörur sínar á stöð sem spilar hiphop, r´n b, og fleira. Kannski ekki allir auglýsendur, en það er pottþéttur markaður fyrir þennan stóra markhóp sem myndi hlusta.

Af hverju gekk Múzík ekki, jú ég tel að það hafi verið mjög einfalt. Þeir auglýstu nánast ekkert og spiluðu oft bara mjög lélega tónlist. Það var að sjálfsögðu því að hlustendur völdu tónlistina, bæði á netinu og í gegnum sms…….. en það voru líka oft of mörg sérhæfð lög til að velja um (þá er ég að tala um tónlistarstefnur sem örfáir hlusta á), það þyrfti að vera gott úrval af góðum lögum og auðvitað nokkur sérhæfðari inn á milli.
Ég er 100% viss um að svona stöð eigi að geta gengið, með því að leyfa hlustendum að velja lög með smsum (sem auðvitað kosta eitthvað) og svo auglýsingatekjur.

Ef eitthver er með það á prjónunum að stofna útvarpsstöð í ætt við það sem ég er að tala um, þá er ég til í taka þátt í að koma henni upp og vinna að. Og eflaust margir fleiri.