Íþróttamót hiphoppara verður haldið Austurbæjarskóla 30. - 31. maí 2003.

föstudagur 30. maí………………..laugardagur 31.maí

fótbolti…………………………..körfu bolti,
bekkpressa………………………….sjómann
rei pitog………………………….troðslukeppni
100 m hlaup…………………………..quiz
………… ………………………..bjórþamb


Mótið er því miður ekki opið öllum, heldur einungis þeim sem hafa beint unnið innan senunnar td. rapparar, plötusnúðar, graffarar og prómóterar.
Öllum er þó frjálst að fylgjast með og styðja sína menn áfram.

Æskilegt er að liðin standi af 4 - 5 mönnum. Liðin keppa í heild sinni í fótbolta, körfubolta, quiz og reipitogi.
Liðin velja sér einn liðsmann til þess að keppa fyrir hönd liðsins í bekkpressu, sjómann, hundrað metra hlaupi, troðslukeppni og bjórþambi.

Ef enginn í liðinu er tilbúinn til þess að keppa í einhverjum lið mótsins þá eru þeir að sjálfsögðu ekki skyldugir til þess.

Hugsanlega verða seldar veigar á mótinu, þannig að endilega komið með peninga.

Lokahnykkur mótsins verður svo djamm á ShalimAr (austurstræti) um laugardagskvöldið, dj Deluxe leikur fyrir dansi (headnodi). 20 ára aldurstakmark.