Ég var að fletta á milli stöðva á sjónvarpinu mínu áðan og rakst þá á topp 20 listann á popptívi. Það var verið að kynna lagið sem var í fjórða sæti og það var eitthvað lag með Í svörtum fötum. Þá var komið að laginu í þriðja sæti og svona kom það frá Einari Ágústi :
“ núna er komið að laginu sem er í sæti hjá okkur. Það er lagið má ég sparka með Bent og 7berg. Ég var svolítið harðorður um þessa tónlistarstefnu í síðustu viku og vil ég bara biðja biðkomandi menn afsökunar.
Ástæðan fyrir því að ég var að pissa svona yfir þessa tónlistarsefnu er einfaldlega sú að ég er öfundsjúkur af því að ég hef aldre verið dissaður af Rottweiler. En hérna kemur lagið. ”
Mér finnst gott hjá honum að biðjast afsökunar en mér finnst líka vera smá kaldhæðni í þessum síðustu orðum hans : “Ástæðan fyrir því að ég var að pissa svona yfir þessa tónlistarsefnu er einfaldlega sú að ég er öfundsjúkur af því að ég hef aldre verið dissaður af Rottweiler.”
Hvað finnst ykkur?

Kveðja
SpIr.