Flott mynd af meri og folaldi að hlaupa í snjónum :)
Hæjj ég ákvað að senda eina mynd af hestunum sem verða með í ferðini/reitúrunum í sumar. Galdur er reyndar fyrir alla, en hann þarf ákveðin og reyndan knapa, hann hefur aldrei rokið. Tvistur er hann sem ég ætla að vera með, allavega í reiðtúrunum. Hann er soldið “ryðgaður” eftir veturinn.
Blessað veri fólkið hérna :).. Ég var að teikna og mér hefur aldrei tekist jafn vel og nú. Þótt hesturinn sé kannski ýktur.. En já þetta er bara teikning. Ég hugsaði um hann Kvist minn og vona að hann eigi eftir að verða svona :Þ.. rúmur og hágengur. En allavega, ef það er eitthvað sem ég ætti að laga t.d hálsinn er kannski of mjór, eða eitthvað álíka ?.. :) Endilega :D:D.. Ég er líka nýbyrjuð að teikna hesta á hreyfingu. Þannig hreyfingin er kannski ekki rétt.. þetta á að vera tölt.. ?.. Er þetta ekki annars tölt x).. juju :Þ.. En endilega segjið mér ef ég ætti að laga eitthvað og svona :):)
Þessa mynd skannaði ég úr bók sem ég keypti mér um daginn, Íslenski hesturinn - litir og erfðir. Þið verðið að afsaka að hún er svolítið óskýr.. en mér fannst þetta bara svo flottur litur, mér hefur sjálfri aldrei svo ég viti hlotnast sá heiður að sjá svona hest þar sem þetta er svo sjaldgæft, og reyndar verð ég að viðurkenna að ég vissi ekki einu sinni að þessi litur væri til áður en ég keypti þessa bók :P Hins vegar sá ég í fyrsta sinn glóbrúnan hest fyrir um 2 árum sem mér finnst rosa flottur litur líka :D