Ég hef verið að velta því fyrir mér hvenig hnakkur fer hverjum hesti best og framvegis.
Ég hef verið að kynna mér þetta frekar mikið og fór á nuddnámskeið þar sem maður fræðist vel um vöðva hestsins og álagspunkta.
Þar fór kennarinn aðeins í hnakkinn og hverjir væru slæmir og hverjir góðir! Hesturinn minn er með 9,5 fyrir bak og lend sem er held ég hæsta sem gefið hefur og er hann einn af örfáum, í tölheimum var um daginn sérstök rafmags dýna eða tæki sem er sett á hestinn og mælt hvar álagspunktarnir voru og hvaða hnakkur fer hestinum best og var Islands sleipnir alveg fullkominn á minn hest!
Er ég feginn af því að ég var nýj búin að fá mér þannig hnakk.
Mér finnst allt og algengt að fólk sé að nota sama hnakkinn á alla hestana sína sem er alls ekki í lagi. Enginn hestur en nákvæmlga eins og skiptir mjög miklu máli að hestinum líði ekki illa með hnakkinn á bakinu. Ekki er hægt að krefja mikils af hestinum ef hann meiðir og sig og hlífir sér! Ég veit samt að það hafa ekki allir efni á því að kaupa akkurat hnakka handa öllum hestunum sínum ef fólk er með marga, bið þá fólk um að fara milliveginn eiga þá kannski allavegana tvo til skiptana! Ég mæli með því að fólk noti hnakk sem er þæjilegur á hestinum ekki sem ykkur finnst gott að sitja í…:)
hvernig hnakk notið þið annas?
ég veit að Top raider er ekki að virka alveg nóg og vel og er ekki vitað um marga sem hafa ekki komið skakkur úr verkssmiðjunni! Ég átti ein mitt einn skakkan!