Jæja, hvaða tegundir af mélum líkar ykkur best? Eða verst? Og af hverju? :)

Ég hef prófað þónokkur mél í gegnum árin og eins og vafalaust flestir hef ég ákveðna skoðun á hvað ég vil nota og hvað ekki.

Fyrst þegar ég byrjaði voru venjuleg hringamél oftast valin og eru þau nokkuð klassísk í mínum huga, ekki neinn sérstakur mínus eða plús við þau. Nota þau ennþá af og til og þá yfirleitt ef að ég er að prófa nýtt hross sem ég veit ekki mikið um. Mér finnst einnig að öllum hrossum ætti að vera hægt að ríða með hringamélum. :)

Næst hóf ég að prófa þrískipt mél, líkast til vegna aukins fegurðarmats. Einnig höfðu þau fengið meðmæli og prófaði ég þau á nokkrar mismunandi týpur af hrossum. Stíf hross gáfu sig oftar en ekki og hross sem voru þegar taumlétt urðu jafnvel ennþá skemmtilegri í taumi. Skemmtilegast var þó að komast að því að ásamt því að fara mjög varlega að hrossum sem basla (tungubasl) þá voru þau ekki jafn líkleg til að fara yfir venjuleg mél. Og af minni reynslu hafa baslarar sem er riðið taumlétt og með venjuleg mél yfirleitt mjög skemmtilegan karakter. Þrískipt mél eru tvímælalaust mín uppáhaldtegund þó svo að ég reyni að nota hringamélin þess á milli til að halda fjölbreytileikanum, þau má auðveldlega ofnota og missa þá sérstöðu sína.

Tvö ofangreind mél nota ég oftast of hef því mesta reynslu af þeim ne önnur mér sem ég hef einnig notað eru:

Tungubaslmél: Þau eru yfirleitt me grind sem er stungið upp í hrossið til að koma í veg fyrir að það komist yfir með tunguna. Persónulega finnst mér þetta slæm lausn og hef heyrt að þegar tekið er í taumana þrýstir grindin á tunguna sem er ekki eftirsóknarvert. Veit þó ekki hvort þetta sé satt og ef einhver hefur betri upplýsingar má hann/hún gjarnar opinbera þær. ;) En hestarnir finnst mér oft stífna upp meira með baslmél heldur en ef riðið með venjulegum þó að áhættan sé meiri á að þau fari yfir og tja, þá getur allt gerst. :)

Stangir: Ég ætla að byrja á að segja að ég hef MJÖG litla reynslu af stöngum og eru þetta þess vegna skoðanir amatörs. ;) En í þau skipti sem ég hef yfir höfuð nota þau finnst mér lang erfiðast að fatta hvenær ég er í sambandi við hestinn og hvenær ekki. Ég ríð mjög mikið út frá því hversu mikinn þrýsting ég set á munn hestsins og ef að ég finn ekki fyrir munni hrossins verð ég frekar óörugg og tel mig í hvert skipti sem ég tek í taumana vera að þrýsta eitthvað óeðlilega mikið á munninn. Því hef ég kosið að ríða ekki með stöngum. Langar samt mikið að vita/sjá nákvæmlega hver munurinn er á því að nota þær eða ekki. Veit bara að það á að þurfa minna átak.

Þetta eru svona þau helstu mél sem ég hef prófað og væri gaman ef að þið gætuð látið í ykkur heyra hvað þetta varðar því að mél eru yfirleitt eitthvað sem hestamenn hafa í huga. Og ef að einhver ríður út án méla væri einnig gaman að heyra um það. :) Að vera ósammála því sem ég segi er einnig fullkomlega löglegt þar sem ekkert er rétt eða rangt í sambandi við mél nema kannski einhver groddaleg mél sem ég hef sem betur fer aldrei séð her á landi.
=)