Ég var eins og flest mánudagskvöld hinn rólegasti að horfa á sjónvarpið. Ég stillti á Skjáeinn og horfði á Law and order C.I. Þessi var soldið merkilegur af því að hann virtist svo óraunverulegur og ýktur en ég vissi samt sem áður að þetta væri blákaldur sannleikurinn.

Þátturinn fjallaði um mann sem drap fóstureyðingalækna í nafni Drottins Guðs, hann áleit það vera hans verkefni skipað af Guði og að hann væri hermaður í her drottins. Hann drap læknana með hljóðdeyfðum riffli eins og hann vildi ekki vera náður eins og til að geta drepið eins marga og hann gæti. Þessi morðingi fer síðan að lýsa því að þegar hann er að miða á fórnarlömbin að þá sé það guð sem grípur í gikkinn. Það skrýtnasta, en ég gat samt skilið það, hann áleit sig vera með hreina samvisku og bað löggurnar sem náðu honum að sleppa sér.

OK, ég nenni ekki að lýsa öllum þættinum, læt nægja að lýsa morðingjanum. Það sorglega við þetta er að þetta fólk er til. Ég hef spurt pabba minn að þessu (hann er prestur) og hann segir að svona róttækt fólk sé til úr þessum og hinum hópum og ég trúi honum.

Ég skil ekki hvað getur sannfært heilbrigt, skynsamt og gáfað fólk út í að gera svona hluti. Og það að ef maður geri þetta að þá fái maður öruggt pláss í himnaríki. Sem betur fer er ekki mikið af þessu fólki en maður veit aldrei. Síðan lítur það bara öðru megin á hin ýmsu málefni eins og t.d. fóstureyðingar, að þetta drepi persónu og boðorðin segja að það eigi ekki að drepa. Ég ætla að fá að segja þetta. Ég held að fóstureyðingar séu erfiðar fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum þetta, en þetta er þeirra ákvörðun sem þau völdu meðvitað. Ég held samt að það ætti ekki að nota fóstureyðingar sem getnaðarvörn, heldur allra helst ef kona verður ólétt eftir mann sem nauðgaði hana. Ég myndi skilja það ósköp vel ef hún myndi ekki fæða það barn.

Eftir að hafa horft á þennann þátt, þá er ég ánægðari með að vera trúlaus, núna í sambandi við það að núna þarf ég ekki að hlusta á einhverja stoned anti-Harry Potter gaura í Krossinum sem segja að maður eigi að helga líf sitt Guði og ef maður sleikir Guð nógu vel upp að þá kemst maður KANNSKI til himna.

Weedy

Ps. Ég er ekki viss að þetta með fóstureyðingar eigi að vera hér en ég ákvað að láta það fljóta með.

Ps2. Ég er reyndar líka á móti Harry Potter en ég set bara út á það hversu ófrumlegt, leiðinlegt og fáránlegt lesefni þetta er. Þetta er samt bara mín skoðun.