Hafiði einhvern tímann hugsað um að lífið hafi orðið til af hreinni tilviljun?
Í raun er hið daglega líf okkar algjörlega háð tilviljunum. Hægt væri að endurtaka sama daginn aftur og aftur mörg þúsund sinnum og hann yrði ábyggilega aldrei alveg eins og í fyrsta skiptið.

Samt er oft hægt að sjá fyrir um marga hluti. Til dæmis veit maður oft hvað fólk ætlar að segja við mann áður en það segir það.

Við erum gerð með það í huga að geta tekist á við ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Það er aðeins einn hlutur sem ég veit um sem er óháður þessu, en það er einmitt tölvan. Þótt að við höldum oft að hún sé bara að gera eitthvað út í loftið er undantekningarlaust alltaf hægt að reyða sig á að hún hafi farið eftir fyrirmælum.

En ef við leitum mjög djúpt er þá ekki hægt að segja það sama um okkur?
Við bara skiljum það ekki vegna þess að það eru svo ótalmargir hlutir sem koma til greina.

Eða eins og einhver sagði:
Ef heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að geta það.