Ég er ekki mikill penni en ég ætla að reyna að koma út úr mér þessari pælingu minni um framhaldslíf.

Það er oft deilt um hvort það sé framhaldslíf eftir dauðann. Ég persónulega held að það sé einhvers konar framhaldslíf andlega, og ætla að nefna eitt atriði í sambandi við það: minni.

Það eru sumir sem halda að þegar við deyjum þá verði bara allt svart og við hættum að vera til, andlega og líkamlega. En ef við bara hverfum, hvernig getum við þá munað hluti og verið meðvituð um okkur sjálf ef okkar “sál” hverfur og bara hættir að vera til í framtíðinni þegar við deyjum?

Það er eins og þegar við gleymum einhverju.
Dæmi: ef ég gleymi að ég hafi verið í Þórsmörk fyrir þremur árum þá er það bara fyrir mér eins og það hafi aldrei gerst.

Ég held (og vil halda) að þetta sé eins með dauðann. Ef við gleymun hvort eð er öllu sem við gerðum í lífinu þegar við deyjum, hvernig getum við þá verið meðvituð um okkur sjálf og munað hluti úr fortíð okkar?

og ekki koma með skítkast ef ykkur finnst þetta vera rugl.