Hvað er varanleiki annað en hugtak? Hvað er að vera og endast?
Hvernig er hægt að leita að eilífð í heimi sem hefur ekki einn
constant tíma?
Hvaðan er blekkingin komin, og afhverju þrá menn svo heitt að blekkja sig áfram?
Við lifum í heimi sem byggist á líkindum, eða gerir hann það?
Svo virðist vera þegar hann er skoðaður í smæstu einingunum sem við finnum í dag, kannski er þetta atferli einungis komið til þess vegna þess að við sjáum ekki í gegnum líkindaferlið, sem gæti haft heilan heim á bakvið sig.
Eitt er víst, að það erum við, samfélagið, sem veitum hvort öðru þá tilfinningu, og ánægju að finnast við vera, og gefur okkur þá skynvillu að við munum vara.