Heimurinn án stríðs Ég skrifaði þessa ritgerð fyrir skólann. Vonandi líkar ykkur hún.

Inngangur

Í þessari ritgerð má finna hugleiðingar mínar um heiminn án stríðs. Hverjar séu líkurnar á því að heimurinn verði stríðslaus í framtíðinni, af hverju ófriður ríki og einnig hvað mundi breytast ef stríð mundu hverfa. Yrði heimurinn betri? Yrði meira jafnrétti eða frelsi? Mundi hamingja íbúa heimsins aukast? Er möguleiki á því að mennirnir komi sér upp varanlegum friði sín í milli eða er ófriður hluti af mannlegu eðli?


Meginmál

Af hverju geysa stríð? Þessari spurningu hafa menn löngum spurt sig. Margar kenningar hafa komið fram, sumir segja það vera mannlegt eðli að deila og slást. En þó virðast sumir menn geta lifað í sátt og samlyndi. Vitur maður sagði eitt sinn eitthvað á þessa lund: “Hvernig dirfist hvíti maðurinn að koma inn í samfélög manna í Eyjaálfu þar sem menn lifa í sátt og samlyndi og engin stríð geysa og segja að þau séu frumstæð.” Það er margt til í þessum orðum. Friður er eitthvað sem allir almennir borgarar, hvar sem er í heiminum vilja. Ég tel að friður sé undirstaða velmegunar. Ég efast um að Ísland væri jafn auðugt land og raun ber vitni ef hér hefði geysað borgarastyrjöld í mörg ár. Friður er einnig forsenda þess að menn geti notið lífsins. Menn geta verið ánægðir þrátt fyrir fátækt en ég efast um að hamingja sé mikil á stríðshrjáðum svæðum heimsins. Það er eflaust ekki uppörvandi hugsun að eiga á hættu að vera sprengdur í loft upp þegar maður vaknar.
En af hverju eru stríð? Þjóðhöfðingjar vakna ekki bara upp einn daginn og ákveða að ráðast inn í nágrannaland sitt. Alltaf eru einhverjar ástæður fyrir stríði. Stríð eru venjulega afleiðing langvinnra deilna á milli ríkja eða jafnvel á milli hópa innan sömu þjóðarinnar. Deilurnar snúast oftast um einhverja hagsmuni eða eru af völdum kúgunar eða yfirgangs. Fyrsta ástæðan, stríð vegna hagsmuna, er algengasta ástæðan nú á dögum. Þannig má bara nefna sem dæmi bæði Persaflóastríðin og stríð Frakka og Breta á hendur Egyptum vegna þjóðnýtingar Súezskurðsins. Svona stríð falla svo sannarlega ekki undir kenningar Platons um að gjörðir mannsins eigi að hafa það að markmiði að auka sameiginlega gleði allra manna. Tökum sem dæmi Írakssríðið 2003-?. Það þjónar aðeins hagsmunum manna í innri valdahringjum Bandaríkjanna. Það mun langt því frá valda meiri ánægju manna, hvort sem þeir eru Arabar, Bandaríkjamenn eða Íslendingar. Þannig stríð hafa alltaf verið til þó ekki hafi alltaf verið barist um olíu eða aðrar jarðauðlindir. Stundum hefur verið barist um landsvæði til að stækka ríki sitt en maðurinn finnur alltaf ástæðu til að fara í stríð. M.a. hafa oft verið háð stríð vegna fiskiauðlinda. Dæmi um stríð af völdum kúgunar eru stríð Araba gegn Vesturlöndum eða bandamönnum þeirra. Undir þetta fellur t.d stríð samtaka eins og Al-Qaeda gegn Bandaríkjunum og uppreisn Palestínumanna gegn Ísraelum. Svona stríð eru af allt öðrum toga en hagsmunastríð. Þó segja megi að Arabar berjist fyrir hagsmunum sínum alveg eins og Bretar og BNA menn þá eru þeir að berjast fyrir því að geta lifað mannsæmandi lífi en ekki að gera sig ennþá ríkari. Þess vegna geri ég greinarmun á þessu tvennu.
Stríð og ófriður hefur fylgt manninum frá alda öðli. Flest stríð á forn- og miðöldum voru mjög grimmdarleg. Þó komu þau mörgu góðu til skila, t.d. breiddu styrjaldir “Alexanders mikla” gríska menningu um heiminn og tengdu saman austur og vestur. Þó eru stríð sjaldnast háð á góðum forsendum. Menn fara ekki í stríð til að koma nauðþurfandi íbúum Kongó til hjálpar nema til þess að ná yfirráðum yfir einhverjum auðlindum.
Við sjáum að stríð eru af hinu illa. En hvernig væri heimurinn án stríðs? Hvernig mundi íbúum Mið-Austurlanda vegna ef þeir væru lausir við stöðugar innrásir Vesturlanda og Ísraela? Þessu hef ég oft velt fyrir mér. Ætli almenningur í Írak og Kúveit hefði það fínt núna ef Bandaríkjamenn hefðu aldrei ráðist inn í landið 1991? Ég held það. Þá hefðu engar 1,5-2 milljónir manna dáið vegna viðskiptabanns, ríkið haft meiri tekjur af olíusölu og hatur í garð Bandaríkjanna væri minna. En hvernig yrði heimurinn í heild, ef forystumenn allra þjóða heims kæmu saman og ákveddu að semja eilífan frið. Lýðræði yrði tekið upp allsstaðar og trúarbrögð sameinuð í sameiginlegum hugssjónum þeirra. Þar komum við að öðru mikilvægu atriði varðandi stríð og frið í heiminum. En það eru mismunandi trúarbrögð og skoðanir á siðferði og mannréttindum. Er mögulegt að sætta múhameðstrúarmenn á að veita konum kosningarétt og annað sem tíðkast á Vesturlöndum. Eða þurfa Vesturlönd ekki líka að koma á móti. Mundum við, t.d. sætta okkur við að hætta að borða kýr ef hindúar sættust við múslima.
En ímyndum okkur núna að trúarbrögð og þjóðir hefðu sæst. Efnahagsaðstoð væri veitt fátækum ríkjum og herir allra þjóða heimsins yrðu minnkaðir. Hvernig yrði þá umhorfs á jörðinni? Hugsum um öll þau vandamál sem rekja má til ófriðar sem hægt væri að leysa. Einnig öll þau verkefni sem hægt væri að vinna að í sameiningu í staðinn fyrir að margir vinni að þeim hver fyrir sig. Ef allar þjóðir sameinuðust í því að komast til Mars. Kínverjar og Bandaríkjamenn, svartir og hvítir, kristnir og hindúar og þannig fram eftir götunum. Og hvað ef allar þjóðir heimsins sameinuðust um að ráða niðurlögum sjúkdóma eins og alnæmi og krabbamein. Og í staðinn fyrir að eyða gríðarlegum fjármunum í að berjast og deila við ríki eins og Líbýu og Írak, væri þá ekki betra að hjálpa þeim að rækta land sitt. Þannig gætum við deilt þekkingu okkar með öðrum og þeir þeirra með okkur. Í staðinn fyrir að berjast um völd og auðlindir, væri þá ekki betra að taka sameiginlegar ákvarðanir um málefni sem vörðuðu alla heimbyggðina. Taka ákvarðanir útfrá hagsmunum heimsins alls en ekki aðeins útfrá hagsmunum ríkisbubba í Bandaríkunum. Ég er ekki að leggja til að tekinn verði upp kommúnismi. Frekar er ég að leggja til sameiginlegar ákvarðanir og deilingu á gleði og þekkingu heldur en að deila auðæfum jafnt á milli allra jarðarbúa. Ég tel að hagsmunum okkar allra sé best varið með því að virkja hugvit manna í þriðja heiminum og gefa þeim tækifæri á að spreyta sig. Við hljótum að gjalda þess fyrr eða síðar hversu fátæk þróunarlöndin eru. Við megum ekki gleyma því að við erum öll af sömu tegund og lifum á sömu plánetunni.
Frelsi-jafnrétti-bræðralag: Frelsi til að gera það sem maður vill, svo fremi sem það skaði ekki aðra, jafnrétti til að láta ljós sitt skína og bræðralag allra manna. Þessi þrjú atriði verða að vera uppfyllt í mínum draumaheimi. Við verðum að vita að við erum öll jöfn, við erum öll af tegundinni Homo Sapiens Sapiens. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir hvert við stefnum og hvert við viljum stefna. Eða eins og Edgar Cayce sagði: “Þegar maðurinn reynir að skilgreina og skilja sjálfan sig, er eins gott fyrir hann að vita hvaðan hann kom og hvert hann fer.”


Lokaorð

Mörgum finnst hugmyndir mínar eflaust vera útópískar og svo fráleitar að þær eigi aðeins heima í draumum manna. En ég segi, mönnum hefur tekist að semja frið á stöku stað í gegnum aldirnar. Það er betra að láta sig dreyma um góðan heim en slæman. Heimur án stríðs er ólíklegur á næstu árum. En maðurinn hlýtur að þroskast og verða það gáfaður að hann semji frið. “Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?”
“I'd love to go back to when we played as kids,