GUÐ??
Ég er með smá grein um það sem mér finnst Guð vera. Þið hafið kannski séð þetta í einu að svörunum á grein en samt mér finnst þetta mjög merkilegar vangaveltur og ég held, og vona, að þetta muni skapa smá umræður..

Það er ekki endilega þessi GUÐ sem er til en samt einhvernvegin er hann til. Ég trúi ekki að hann sé bara uppi í himnaríki og skjóti niður eldingum eða kraftaverkum en kannski er þetta eitthvað sem við högum verið að búa til gegnum aldirnar og ef það væri ekki neitt til að trúa á hvað þá? Margir segja að þeir hafi frelsast og þannig og guð tali til þeirra. Ég held að Guð sé á einhvern hátt samviskan okkar og hjálpi okkur óbeint eins og margir “frelsast” þeir hafa bara lært að hugsa og skilja og ég held að þannig hafa þau fundið guð en í alvörunni hafa þau fundið sjálfa sig. Við erum Guð. Ég er ekkert að gera lítið úr guði með þessu tali eða segja að ég trúi ekki á hann því að ég geri það og ég held að við ættum ekki að fara eftir öllu sem biblían, kirkjan og allir sem eru að segja okkur frá Guði segja okkur að gera því að maður verður að finna sína leið til að trúa á guð, hvort sem það er að trúa öllu bókstaflega sem stendur í biblíunni eða gera góðverk eða bara vera venjulegur og gera eiginlega ekkert en samt verður maður að trúa á eitthvað og ég held að það sé það sama hvað maður trúi á, það er allt þetta sama. Guð er líka bara trúin á hann sjálfann. Sumir trúa á marga guði, aðrir á Búdda, enn aðrir á eitthvað allt annað og ég held að þetta sé allt það sama. Bara trúin á eitthvað léttir mörgum lífið. Ef að guð væri mannlegur eða einhver lifandi persóna þá væri það kannski erfiðara því að þá væri hann/hún/það alltaf eins og enginn gæti ýmindað sér hann eins og maður vill. Sumir kannski hugsa um hann sem einhvern engil sem hvísli að sér, aðrir sem dánir ættingjar, enn aðrir sem bara GUÐ ALMÁTTUGANN.

Þetta er næstum það sama með bænina. Guð tekur ekki endilega á móti bænunum og bar ,,já nei" ok eitthvað svoleiðis. Það er mátturinn í bæninni sem gerir eitthvað fyrir okkur. Það er kannski eitthvað alvarlegt að gerast og þú biður kannski ósjálfrátt, ekki endilega til guðs, og lætur það gerast! En sumt er óumflýgjanlegt og þá eru oft margir sem hætta að trúa því að hann hafi ekki gert neitt fyrir þau en það er bara maður sjálfur sem hefur ekki gert neitt innra með sér. Maður getur komist í gegnum allt ef maður bara trúir á sjálfan sig, og þar með GUÐ.

Þetta var mín skoðun á málinu. Þið megið svo ráða því hvort þið trúið henni eða bara finnast hún bull……en ef þið hugsið þá meikar hún nú smá sens….

Og geriði það fyrir mig að vera ekki með neitt ömurlegt í svörunum ykkar heldur hafið þetta nú aðeins málefnalegt. Það er svo leiðinlegt að lesa fullt af bulli sem er ekkert annað en skítkast út í annara greinar.
Shadows will never see the sun