Skilgreining á lífi er:

Allar lífverur nærast.
Allar lífverur melta.
Allar lífverur losa sig við úrgang.
Allar lífverur anda.
Allar lífverur bregðast við áreiti
Allar lífverur sýna viðbragð
Allar lífverur fjölga sér.

Þá skulum við athuga hvort að það megi ekki reyna að yfirfara þetta á eldinn á einfaladn hátt.

Það er allveg ljóst að eldur nærist! og næringin er auðvitað allt sem brennur því eldurinn nærist á því.

Það sem er brunnið og getur ekki brunnið meir, er það þá ekki “maturinn” sem eldurinn er búinn að melta? líkt og maðurinn losar sig við það sem hann notar ekki og það er næringarlaust fyrir okkur

Úrgangurinn, er það þá ekki reykurinn?

Og við vitum öll að það er enginn eldur þar sem ekkert súrefni er, þannig má segja að eldurinn andi að sér súrefni, ekki satt?

Eldurinn bregst við áreiti og sýnir viðbrögð, t.d. við vatni, vindi og við því hvað hann er að borða. (hvað er að brenna)

Það fer ekki á milli mála að eldurinn fjölgar sér. Ef eldur er kveiktur upp í miðjum skógi og látinn vera fjölgar hann sér allveg gríðalega og vex mikið.

Þannig að nú er annað hvort að bæta einhverri nýrri skilgreiningu inn í flokkunina á lífi eða þá að flokka eldinn sem lífveru. Og ef við ætlum okkur að flokka eldinn sem lífveru:

Er þá ekki orðið siðferðislega rangt að “drepa” hann????