Ég var einu sinni að pæla í hvað myndi þróast næst hjá okkur, semsagt; hendur lengjast, fætur minka, heilin verður sneggri eða þvíumlíkt. Ég verð að játa að ég skil ekki þróunarkenninguna til fulls en ef að við höfum eikkað sem við notum ekki hverfur það þá ekki með tímanum? Eru hárin á okkur bara leifar forfeðra okkar? Er þessi hugmynd “Survival of the Fittest” ennþá í gangi? Hvaða menn eiga ekki börn? Er það bara þeir sem eru sterkastir eða snjallastir? Erum við ekki að hafa það svo gott að við munum verða aumingjar sem einstaklingar seinna meir? Ef að einhver er í vanda þá segir hann bara frá því og eitthvað fólk úti í bæ gefa honum síðan nóga peninga til að lifa. Þó að við álitum okkur æðri en önnur dýr þá erum við ennþá dýr. Er bara allt í lagi að enda líf annara manneskja stundum en ekki alltaf? Hvar eru mörkin? Barátta landa gefa okkur leyfi til þess að drepa aðrar manneskjur sem eru ekkert meira öðruvísi en mennirnir sem berjast með manni? Er síðan morðingi sviptur frelsinu eða einfaldlega drepinn líka fyrir að drepa eina manneskju við að gera það sama og stjórnendur þessa herja? Hjálpa lyf okkur? Eru lyf ekki bara að stjórna líkamanum? Á líkamanum að vera stjórnað af utanaðkomandi hlutum? Hvað myndi gerast ef að öll lyf myndu bara ekki verða til núna? Væri þá ekki all nokkuð fleirri dauðsföll? En hvernig var það fyrr á öldum þegar engin lyf voru? Maður myndi halda að mannkynið væri löngu útdautt ef að fólk væri að drepast úr sjúkdómum sem að við kyngjum tölfu og hann er ekki lengur vandamál? Munum við einhverntíman byggja upp ónæmiskerfi? Munu einhverntíman þessir sjúkdómar hverfa? Hvenær munu þeir þá hverfa?