Jæja, aftur.

Nú er það heimurinn sem ég hef verið að pæla í, en það eru margar skiptar skoðanir á hvað hann er, og hvernig hann varð í rauninni til. (Með heiminum meina ég ekki bara Jörðina, heldur allt í kring líka)

Margir virðast þeirrar skoðunar, að eftir að kvikmyndin Matrix kom út, þá sé heimurinn í rauninni bara stór tölva. En hvernig í ósköpunum getur það verið ef mennirnir sköpuðu tölvuna? Og þessi hugmynd hefur verið könnuð á margskonar vegu, t.d. telja sumir það staðreynd að heimurinn sé bara tölvugerður, vegna þess hve einföld form eru í náttúrunni. Kassar og hringir og þríhyrningar og fleira, alltsaman samsett. En voru það ekki mennirnir í rauninni sem nefndu þessi form? Og uppgötvuðu þau? En ef heimurinn er virkilega ein stór tölva, hver stjórnar henni þá? Guð?

En hvað er Guð? Að mínu áliti er hann ímynd sem mennirnir sköpuðu sér til huggunar við ýmis slys, náttúruhamfarir, og bara yfirleitt afsökun á gerðum sínum, rétt eins og þeir nota Allah úti í múslimalöndunum til að afsaka gjörðir sínar. Kannski er heimurinn bara einfaldlega ekki til, við erum ekkert og þessi form eru ósýnileg. Guð er ekki til, við höfum aldrei fundið hann, og afsannað flestallar sögur um kraftaverk hans, eða hvað? Kannski vissum við allt þetta áður fyrr, en eitthvað kom og brenglaði sannleikann fyrir okkur og hann breyttist í eitthvað gersamlega ólíkt hugsunum okkar áður fyrr, siðir, reglur, lög, “rétt” og “rangt”, trúarbrögð. Allt saman er brenglað og ónýtt.

En nú hætti ég að skrifa þar sem ég er farin að rugla sjálfa mig í rýminu. Hugsið um þetta, og endilega skrifið hugmyndir ykkar um heiminn. Komið með allar heimsímyndir ykkar hingað!

Takk fyrir,
Indiya