Fyrir nokkru las ég grein um þann möguleika á því að við værum inni í tölvuforriti svipuðu Matrix. Í fyrstu fannst mér þetta vera dálítil bullugrein en smám saman sá ég að næstum allt sem sagt var í henni gekk fullkomlega upp. Greinin snerist um þaða að menn væru farnir að sjá það út að við gætum meira en hugsanlega verið í tölvuforriti og mestu rökin fyrir því voru þau að eftir 30 ár getum við búið til heim í tölvum sem er alveg eins og þessi með fullkomlega hugsandi fólki. Og eftir því sem ég las meira af greininni þá áttaði ég mig á því að við værum líklegast í forriti sem að einhverjir eru að leika sér í. Allar „villur“ sem þið hafið upplifað, allt svona sem meikar ekkert sense er bara villur í forritinu. Dejá vu sýnir til dæmis að allt sem við gerum er fyrifram ákveðið að einhverjum leikstjórnanda sem að leikur sér að því að koma af stað stríði eða eitthvað álíka.

Hefur þér nokkurn tímann liði eins og lífið sé einum of týpískt og að það sé alltof venjulegt? Flestir yfir 14 ára aldri svara játandi enda fer maður þá fyrst að hugsa alvarlega út í hluti. En þetta er tilfinning en ekki hugsun, tilfinning sem hverfur á sömu sekúndu og hún hverfur. Flestir fræðimenn segja að það hreinlega geti ekki verið hægt að reikna lífið út. Einstein sjálfur trúði því varla að það væri hægt en málið er að lífið er alveg ótrúlega fyrirsjánlegt. Til dæmis fólkið í kringum er fólkið í vinahópnum nákvæmlega eins og fólk í öðrum vinahópi. Til dæmis er þessi sá sem veit allt og þessi sá sem getur allt í sambandi við tölvur.

Mörgum mun líklega finnast þetta vera slök rök hjá mér en málið er að margir vísindamenn, kerfisfræðingar og heimspekingar (get ekki nefnt nein nöfn vegna þessa að ég veit þau hreinlega ekki) telja það meira en mögulegt að við séum í einhvers konar tölvuforriti sem stjórnar því sem við gerum. Þar vegur þyngst sú staðreynd að eftir nokkra áratugi getum við gert það nákvæmlega það sama. En þá er spurning hvort að þá muni forritið endurræsa sig og allt byrja aftur.

þetta er í rauninni sama gamla spurninginn um það hvort að við erum raunveruleg. Nema bara það að það eru meiri líkur á því að við séum í forriti en að við séum í bók.

kv.remulean
most plans are critically flawed by their own logic.a failure at any step will ruin everything after it.