Allir eru heimspekingar í raun og veru. Ég held að allar merkilegar kenningar sem hafa komið út á skriflegu formi eða einhverju öðru formi séu einkennandi fyrir þær sakir að þær voru gefnar út af fólki sem var knúið til að koma þeim á framfæri. Til að nefna saklaust dæmi þá þorði Charles Darwin ekki að gefa út Þróunarkenningu sína fyrr en einhver annar var tilbúin að birta nákvæmlega það sama. Þetta er staðreynd, ég nenni ekki að flytja fleiri dæmi en þetta er engu að síður einkennandi. Fólk veit ótrúlega mikið; við vitum um heimsvaldastefnu Bandaríkjanna, við vitum um óheiðarleika í stjórnmálum, við þekkjum ríkjandi spillingu en við höldum þessu fyrir okkur sjálf út af því að við viljum halda okkur innan ramma samfélagslegs réttrúnaðar. Það er eins og fólk trúi því statt og stöðugt að við höfum náð hæsta stigi siðferðis, en þetta er rangt!!! Við þurfum að halda áfram að spyrja spurninga um það sem miður fer og við eigum ekki að hætta, það er ekkert til sem heitir hæsta stig siðferðis. Við eigum að lifa í efa og það er eina leiðin til þess að bæta það samfélag sem við lifum í. Fullkomnun er ekki möguleg undir neinum kringumstæðum!!! Allir þeir sem hafa sagt eitthvað merkilegt eru þeir sem höfðu fengið nóg, þetta á að ganga fyrir alla þá sem upplifa einhverja skrítna tilfinningu um að kannski sé ekki allt með felldu. Spyrjið spurninga og ekki vera feimin við að gera það, ég held að fólki líði mun betur fyrir vikið. Ég vona að það sé einhver þarna sem skilur hvert ég er að fara. Ég biðst velvirðingar á því að þessi grein kunni að vera óskyljanleg eins og flest allt sem ég birti á þessari síðu.