Mig langar að deila með ykkur hugmyndinni minni um örlög. Þannig er að ég trúi á örlög en líka að við séum frjáls og höfum val.

Það sem er mikilvægt að skilja fyrir þessa stuttu kenningu er að örlög okkar eru ekki fyrirfram ákveðin þótt það muni alltaf gerast sem gerist.

Kenningin er sú að allt sem við gerum frá minnstu hreyfingu litla putta til stórra ákvarðana sé byggt á reynslu (reynsla=upplifun á umhverfinu)okkar sem lífvera og þeirra litninga sem við fengum í upphafi.

Þetta þýðir að ef ég þarf að ákveða hvort ég vilji fara til Spánar í frí þá myndi ég taka ákveðið langan tíma í umhugsunarfrest og taka svo ákvörðun. Þótt ég trúi á örlög er þessi umhugsunarfrestur inni í þeim. Byggt á því hver ég er (litningar+reynsla) þarf ég að taka mér þennan tíma í umhugsunarfrest og það eru mín örlög. Ef það væri hægt að spóla til baka þá myndi ég gera allt nákvæmlega eins. Upp á sekúndubrot…því ég er sá sem ég er.

Ef einhver ákveður að þar sem örlög séu til þá geti hann alveg eins gengið út á umferðarþunga götu með bundið fyrir augun og treyst örlögunum þá voru það hans örlög að deyja í umferðinni þarna því hann fékk því miður ekki góða skynsemislitninga.

Vona að þetta skiljist!

Með kveðju, Kristján