Eru menn meðvitaðar verur? Erum við með ´sál´. Lítum á staðreyndirnar.
Til þess að vera sálarvera þarf alla vega 3 hluti.
1)Greind. Mannverur eru greinilega greindar en ógurlega hættulegar.
2)Sjálfsmeðvitund það er að vita um sitt ástand og um sig og umhverfi.
3)Meðvitund og Undirmeðvitund.

Hvað er meðvitund?

Meðvitund er eitthvað i Mönnum (kannski dýrum) sem er líffræðilega
óútskýrt. Mannheilinn útskýrir hæfileika manna til að hugsa geyma minni
og reikna út aðstæður og svo fr. En mannheilinn er annað hvort of
einfaldur eða bara ekki ástæðan fyrir meðvitundina. Meðvitundin er
ástæðan okkar fyrir uppáhalds lit, áhugamál, ´Ást´(þótt það gæti verið út af
dópamíni sem leyst er i heilann) og svo fr. En undirmeðvitundin er annar
hlutur. Undir meðvitundin er meðvitundin sem stýrir ósjálfráðum hlutum.
Eins og að velja skyrtu til að velja í búð. Maður hugsar ekki bara velur.
Undirmeðvitundin er líka ástæðan að draumar eru villtir og fáranlegir. Þá
er undirmeðvitundin að hugsa um eitthvað úr fyrri tíð eða eitthvað sem
maður hugsaði um áður og bara geymt, læsist úr læðingi í draumum.

En spurningin er. Eru menn einstakar meðvitaðar verur?

Erum við aðeins frumur, vefir, líffæri og líffærakerfi. Í öðrum orðum ekkert
meira en lífverur? Bara samansettar verur úr frumum. Nokkuð
niðurdrepandi.

Svo er trúin sem menn bjuggu til. Hún er örrugglega ástæðan fyrir
mannsálinni. Við vorum svo ákveðin að það væri framhaldslíf. En
undursamlega er bara okkar en frumstæði heili bara engin ástæða fyrir
meðvitundina.

Hvað finnst ykkur um þetta. Þið hafið örrugglega einhvern tímann hugsað
um þetta.