Ég hata þegar fólk talar um kommúnisma sem eitthvert fáránlegt fyrirbrigði. Flest öll trúafyrirbrigði og samfélög boða þetta, bara undir öðrum nöfnum t.d. Jesú, hann talaði sífellt um að allir væru jafnir og um samfélag þar sem allir verðugir þess kæmu og væru hluti af kommúnu (himnaríki)og líka Gandhi hann talaði líka um jafnrétti og samfélag þar sem allir væru jafnir! Hann gekk jafnvel svo langt að hann stofnaði eitt! Já, kanski ekki beint samfélag, frekar þorp. Búdda gerði það líka! Hann stofnaði trúarhóp sem gekk út á það að biðja og bæta samfélag sem vissulega gekk út á jafnrétti.
Og því segi ég að við ættum að hætta að rífast um trúarbrögð og slíkt því þetta gengur allt út á hið nákvæmlega sama, JAFNRÉTTI FYRIR ALLA!
Jafnvel þó að sum samfélög t.d Sovétríkin hafi ekki gengið upp eins og byggjendur þess boðuðu það (jafnrétti fyrir alla) ekki vantreysta hugmyndinni! Þetta er mjög fallegur og fríður draumur og það er í okkar höndum að láta þennan draum verða að veruleika. Þetta gengur kanski ekki upp í samfélagi eins og við búum í, en hvað ef við búum til nýtt, flytjum öll til eyjaklasa lengst út í heimi og búum til þorp knúið af Kommúnisma og sjálfþurftarbúskapi. Ég geri mér grein fyrir hversu fjarlægur þessi draumur er, en ef við tökum öll höndum saman þá er þetta mögulegt.

Raunverulega, ég meina þetta!!