Þegar þessi Auglýsing er komin í sjónvarpið.. Þá eru jólin sko að koma. Þessi auglýsing vekur alltaf hlýju í hjarta mér….LOL :Æ
Btw ég Þekki hurðaskelli :P
Foreldrar jólasveinanna, þau Grýla og Leppalúði, eru heldur ógeðfellt par. Grýla er stór og ljót og eftirlætismatur hennar kjöt af óþægum börnum. Hún er því oft á ferli fyrir jólin í leit að ódælum krökkum. Bóndi hennar er heldur minni og væskilslegri – og hangir mest heima í hellinum, latur og huglítill. Hin skelfilega óvættur, Jólakötturinn, er húsdýr hjá þeim en hann var vanur að hremma þá sem ekki fengu nýja flík til að klæðast á jólunum – eða að minnsta kosti að stela frá þeim jólamatnum.