Svo er mál með vexti að ég er að fara fá Wrath of the Lich King í jólagjöf og það líður ekki klukkustundin þar sem ég hugsa ekki um það og ég er eins spenntur og 6 ára krakki sem að klessir á skrifborð í æsingi jólin 1998.

Svo er mál með vexti að ég hafði ekkert að gera í jólafríinu mínu og ég ákvað að installa Call of Duty 4 og sjá hvort ég gæti ekki drepið einhvern tíma. Neinei ég kemst að því að ég leikurinn frýs með ákveðnu millibili eftir álagi, en alltaf í sama tímann 7 sekúndur. Ég tók mig til og prufaði þetta líka á Battlefield 2 og ég ákvað að fara í þyrlu og ekki gera neitt og sjá með hversu miklu millibili tölvan mín myndi byrja hökta/frjósa í 7 sekúndur og það var að jafnaði 30 sekúndur í nánast hvert skipti.

Ef að þetta er að fara gerast við Wolk minn heittelskaða þá eru jólin mín eyðilögð vegna þess að ég hef verið að hlakka til að spila með vinum mínum í svo langan tíma.

Ég hef prufað að nota annað skjákort en það virkar ekki og leikurinn byrjar ekki að frjósa þegar ég er nýbyrjaður en þegar ég er búinn að spila í svona 1-2 mínútur þá byrjar þetta. Pabbi minn telur að þetta sé hitavandamál en ég held ekki afþví að ég prufaði að frjósa herbergið mitt og ekki virkaði það. Ég er með 2gb vinnsluminni og ég held að það sé alveg nóg fyrir þessa leiki eða sko ég checkaði á www.canyourunit.com og þá var ég með alveg miklu meira en nóg í öllu saman. Ég er reyndar ekki með SATA disk og upplausnin á skjánum mínum er 700:1. Er nýbúinn að kaupa móðurborð sem að styður AMD2 6000+ örgjörvann minn en sko málið var að ég beyglaði óvart pinnana á örgjörvanum þegar ég var að setja það í móðurborðið, ég og pabbi náðum að beygja þá aftur þannig að þeir pössuðu. En ég er hræddur um að það hafi hlotið skaða af öllu þessu veseni en pabbi segir að það sé ekki það, en ég held að hann hafi rangt fyrir sér afþví að ég held að það getur ekki verð neitt annað sem kemur til greina.

Er einhver með hugmyndir að lausn á þessu vandamáli fyrir jólin, það væri algjör jólagjöf… :D
Ég hef alltaf rétt fyrir mér.