Stráksi bjargar jólunum - Jólasögukeppni 2007! Eina harða vetrar nótt var í kjallara einum á norðurpólnum lítill jólaálfur. Sem hafði starfað fyrir jólasveinin í margar aldir. Og alltaf fannst honum jafn gaman að smíða leikföng og mikill kærleikur ríkti meðal álfana á norðurpólnum og allir voru hamingju samir. Þangað til þessa harða vetrar nótt kom. Þá endaði öll gleði. Engin hló né brosti. Enginn sem minnst talaði. Allt var dautt, að eilífu.
Núna ætla ég að segja ykkur söguna af þessari skelfilegu nótt, sem var nánar tiltekið,
23.desember, árið 2500.
Allt kvöldið hafði verið spáð mesta óveðri í sögu jarðarinnar og allir álfar voru reiðubúnir fyrir þetta veður og fóru niður í kjallara sína ásamt söguhetju okkar.
En enginn vissi fyrir vissu neitt um þennan álf, því hann hefur lítið fyrir sér fara og hafði ekki mikil samskipti við hina álfana og var hann því ekki mjög félagslindur í eðli sínu og var einn öllum stundum. En þessi dulni jólaálfur hafði ekki aðeins verið að smíða leikföng fyrir börnin á jörðinni heldur líka veðurvél eina sem getur stjórnað veðrinu. Og þessa nótt ákvað álfurinn að byrja þetta með krafti og setti vélina á fullan snúning og setti á allt versta veður sem gæti hugsast. Hvirfilbylur, haglél, rigning, rok, snjókoma og allt í einum pakka. Allt hrundi þetta yfir norðurpólin í margar vikur og eyðilögðust öll hús og ásamt leikfangaverksmiðjunni sem var líka heimili jólasveinsins. En litli álfurinn okkar var viðbúinn og hafði smíðað extra öryggi yfir kjallaraholu sína og því var hann óhlutur..eða það hélt hann.
Á fjórðu viku óveðursins ákvað hann að setja vélina alveg á fullt og setja allt veður sem hugsast getur. Frost, hiti, sól og allt vont sem gott veður í einu. Og þá gerðist dálítið sem hann hafði ekki búist við. Norðurpóllinn í sinni orðsins fyllstu merkingu sprakk í loft upp og kom risastórt gat á jörðina þar sem Norðurpóllinn var staðsettur. Og allir álfar létu lífið þessa nótt og jólasveinninn líka. Engin jól voru í 5000 ár eftir þetta.
En dag einn, árið 7500. Þá kom í heiminn lítill drengur. Drengur sem var hæfileikaríkar en nokkuð mannsbarn hefur verið. Gjafmildur og hugulsamur. Aðeins tíu vetra gamall hafði hann fundið upp fimmtíu ný leikföng og afþreifingu fyrir börn sem fullorðna.
Og árin liðu og varð hann leikfangasmiður mikill og 20 ára að aldri ákvað hann að fara í ævintýra ferð á norðurpólin og skoða það sem hafði gerst fyrir 5000 árum og sá hann að norðurpólinn var aftur kominn í sama horf og fyrir 5000 árum síðan. Lennti hann þyrlu sinni á miðjum Norðurpólnum og fór að skoða sig um. En enginn snjór var þarna samt vegna gróðurhúsaáhrifa og allt dautt þarna. En landið var samt komið aftur.
Eftir mánaðar dvöl og skoðunarferðir á Norðurpólnum kom hann að helli nokkrum sem var þarna og undraðist hann mjög er hann kom inní endan á hellinum, því þar lá kista ein.
Hann ákvað að opna kistuna og kom þessi ægilegi ljósgeisli uppúr kistinu og allt varð svo bjart og strákurinn okkar þurfti að halda fyrir augun á sér í nokkrar mínútur.
Að lokum slökknaði ljósið og kistan lokaðist sjálfkrafa. Hann ákvað að opna augun og labba útúr hellinum og sjá hvort einhvað hafi skéð. Og viti menn, það var allt fullt af snjó útúm allt og aðeins örfáum kílómetrum frá hellinum sá hann glita í bæ. Hann ákvað að leggja af stað til bæjarins. Þegar hann var kominn að bænum heyrði hann ekki í neinum. Enginn var á ferli.
Hann sá þar við enda bæjarins stóra og mikla höll. Hann ákvað að fara inní hana og var það leikfanga verksmiðja mikil en engir álfar og einginn jólasveinn. Hann skoðaði sig vel um þar til hann fann loks skrifstofu jólasveinsins. Þar var önnur kista. Hann hugsaði sig um í dálitla stund en ákvað síðan að taka á skarið og opna kistuna. Er hann opnaði kistuna þá flugu glitrandi ljósboltar úr kistuni og útum dyrnar og niður á verkstæðið og eftir nokkar mínútur þá endaði þetta og leit hann niður og þá voru komnir þar um fimmhundruð álfar. Hann kallaði yfir þá, „Hverjir eruð þið og hvaðan komið þið?“ Yfir álfurinn labbar upp stigan og segir við strákinn. Við erum Jólaálfar og við smíðum leikföng fyrir börn. Forfeður okkar dóu fyrir 5000 árum og erum við svokallaðir „Endurnýjung“ ef einhvað myndi koma fyrir sem og gerðist.
En nú hefur þú djarfi maður komið öllu í sitt gamla form en Jólasveininn er ekki til í vara en við heyrðum að þú ungi maður værir klár og leikfanga smiður mikill, er það rétt?
Strákurinn svarar játandi og þá byður yfirálfurinn hann að fylgja sér og fara þeir í eitt leyniherbergi sem var falið á skrifstofu jólasveinsins gamla. Og segir álfurinn við strákinn.
Hérna er herbergið þitt. Föt sem hæfa jólasveininum og meira. Tölvur til að fylgjast með öllum börnum á jörðinni og þarftu að fylgjast mjög vel með og eru þrír álfar sem skrá allt niður fyrir þig. Þú mátt aldrei segja neinum frá þessu. Þú mátt aldrei aftur snúa til þíns heima og aldrei hafa samand við foreldra þína og vini. Því núna er það þitt verk að vera jólasveinninn og bjarga jólunum og koma jólaandanum í alla aftur. Gera heiminn að betri stað á nýjan leik. Ef þér tekst það þá munntu verða hetja og jólasveinn. Strákurinn hugsar sig um í stundar sakir og segir svo, „Já, ég ætla að gera það!“ og kemur þá bros á álfinn gamla.
Álfurinn fylgir stráknum niður í hlöðu þar sem hreyndýrin eru og undir býr þau undir flugtak og sleðan góða. Álfurinn setur svo stóran poka fullan af dufti aftast í sleðan og segir við strákinn, „Þú átt að dreyfa þessu um allan heiminn. Mátt ekki gleyma einu einasta landi. Þú verður að dreyfa jafnt og þétt yfir alla jörðina. Gangi þér vel strákur!“
Strákurinn leggur af stað með fullt sjálfstraust en með þungar byrgðir á herðum sér því það er undir honum komið að bjarga jólunum.
Hann leggur í hann og flýgur af stað. Byrjar hann á Grænlandi og svo Ameríku og fer svo til Ástralí og svo Asíu. Fer því næst yfir til Afríku og endar á Evrópu og því seinast Íslandi.
Eftir aðeins fimm klukkutíma hafði hann flogið um alla jörðina og dreyft dufti yfir allt og alla og sá hann að pokinn var næstum tómur og var aðeins einn staður eftir, Norðurpóllinn.
Hann dreyfði restinni fyrir Norðurpólinn og þá kviknuðu jólaljós um allan bæinn og allt varð glitrandi og flott. Honum tókst það. Hann bjargaði jólunum fyrir jarðarbúum.
Hann lennti sleðanum fyrir utan hlöðuna og gekk inní höllina þar sem allir álfarnir tóku glaðir á móti honum og kölluðu „GLEÐILEG JÓL!“


-Laddis;*