Ég ætla að segja frá mínum jólum.

1. desember þá setur fjölskyldan upp seríur saman og svona og allt verður voða fínt.

En stuttu fyrir Þorláksmessu förum við og finnum jólatré og skretytum svo á Þorláksmessu ( daginn fyrir jól ).

Svo á aðfangadag vöknum við og svona mamma og pabbi byrja að elda öndina að ógleymdri humarsúpunni. En svo fer ég með pabba að dreyfa jólagjöfum. Um sexleytið kemur amma eða amma og afi ( hitt ömmu- og afafólkið ) og hlustum á “Klukkan er 6. Gleðileg jól!” Svo er borðað og tekið til eftir matinn. Að því loknu eru pakkarnir teknir upp. Ég les a miðana og rétti hverjum fjölskyldumeðlim fyrir sig. Svo þegar það er búið að taka upp pakkana er bara spjallað saman. En svo stuttu síðar er lesið á jólakortin.

Á jóladag förum við í matarboð til ömmu ásamt allri stórættinni, það er einnig heimagerður ís sem við, krakkarnir borðum í stiganum, það er bara hefð.

Aftur á móti á annan í jólum förum við til hinnar stórættarinnar í heimsókn til ömmu og afa. Þar er líka borðað og svona. Mjög svipað nema ekki heimagerður ís.

Á gamlársdag skiptast systur mömmu á að hafa svona áramótapartý óskup hefðbundið.

En síðan er rétt að taka fram að nýjársdagur er leiðinnlegasti dagur ársins.

En semsagt, þetta eru jólin mín!