Varðandi fyrri grein mína á Jólin, þá var ég sko ekki í sambandi. Auðvitað eru jólapakkarnir ekki mikilvægari en foreldrarnir, og ég er alveg gjörsamlega miður mín yfir því yfirleitt að hafa hugsað út í það sem ég skrifaði í greininni. Ég vona svo innilega að hún hafi ekki sært neinn (ennþá), ég ætla að biðjast framvegis undan því að fá jólagjafir framar og ætla ég út í lengstu lög að standa við það. Ég er alveg kolbilaður að láta sjá mig á þessu áhugamáli eftir það sem ég hef gert, og mér þykir innilega fyrir því hvernig ég hef látið og verð langan tíma að fyrirgefa sjálfum mér það. Auðvitað þykir mér vænt um foreldrana mína og hef alltaf gert. Ég var aðeins að koma með ádeilu frá mínu sjónarhorni á hvernig sumir kvarta yfir gjöfum sínum þó svo þeir fái margfalt meira en flestir aðrir og þekki ég marga svoleiðis (og núna þar á meðal mig sjálfan). Ég bið ykkur innilega afsökunar, og ég veit að ég verð lengi að bæta fyrir brot mitt með því að taka jólagjafir fram fyrir sína nánustu.