Ég elska jólin Jólin er það besta við árið finnst mér, ég gjörsamlega elska jólin. Mér finnst svo flott að sjá hús sem eru skreytt með seríum og öllum pakkanum. Ég hlakka svo til að allir fari í jólaskap, krakkarnir allir í sínu fínast með bros allann hringinn og passa sig á því að vera góð til að fá eitthvað gott í skóinn. Og svo þegar allir fara að baka smákökurnar og allt ilmar af piparkökum er æðislegt. Það er líka svo gaman að skreyta jólatréð, finnst ykkur það ekki? Svo fer maður að kaupa jólagjafirnar finnst mér líka svo gaman, aðeins sona að spá í hvað ætli þessi vilji og svo að fá pakka sem stendur á merkimiðanum að pakkinn sé til mín er gaman en jú betra er að gefa en þyggja:) Svo að fara á laugarveginn á þorlákssmessu og sjá jólaljósin og svo toppar allt ef að hvít snjókorn hrynja niður. Ég er algjört jólabarn. 24 desember fæ ég alveg í magan af spenningi, þá fer ég til ömmu minnar með fjölskyldunni allir í góðu skapi og svo að reyna að fá möndluna og taka upp pakkana er yndislegt…… híhí ég hlakka svo til :) En ykkur?