Hk er að fara að spila aftur í Evrópukeppni bikarhafa. Mótherjar þeirra í þetta sinn eru Drott Halmstad frá Svíþjóð. Ég fór sjálfur á leikinn úti sem HK menn spiluðu ekki nógu vel. Vörnin var frekar slöpp og sóknin ekki mikið betri. Þessi leikur tapaðist með 6 mörkum þannig að HK menn eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum á laugardaginn. Þetta Drott Halmstad lið er mjög gott og það eru þarna menn sem virkilega er gaman að horfa á spila.

Binnamenn stuðningsmannafélag HK eru komnir í gang. Ætla að hittast fyrir leik.
Nánari info hér —> http://www.islandia.is/biggigringo/hkdrott.htm

Þetta er mjög skemmtilegt framtak hjá Binnamönnum fyrir íslenskan handbolta, fengu t.d. umfjöllun í staðarblöðum Halmstad eftir frammistöðu sína í stúkuni þar. Einnig þakkaði Árni Stefánsson þeim sérstaklega eftir leikinn í viðtali við morgunblaðið.

Þetta verður örugglega hörkuleikur og mig grunar að stemmingin verði rosaleg í Digranesinu. Held að það sé ekki komið á hreint hvort að leikurinn verður í beinni á RÚV, það verður bara að koma í ljós.
Hugsa fyrst… skrifa svo…