Jæja handboltafólk… og aðrir ;)
Núna er HK að fara að spila seinni leikinn í Evrópukeppni bikarhafa við Rússneska liðið Stepan Razin á laugardaginn. Fyrri leikurinn gekk vel og þar voru HK menn víst óheppnir að tapa með einu marki eftir vægast sagt skrautlega ferð og dvöl í landi vodkans. Lítill sem engin hiti á herbergjum strákana, maturinn hræðilegur og aðstæður mest allar eins og árið 1952. Þetta eru atriði sem HK menn fjalla um á síðuni sinni www.hk.is eftir ferðina. Þeim finnst þetta fyndið núna en þetta var það örugglega ekki þegar þeir voru úti í kuldanum að bíða eftir rútu sem aldrei kom t.d. ;)

Núna eru HK menn að fara að taka á móti Stepan hér heima og þeir fá nú líklegast meðferð sem er sæmandi forseta (allavega miðað við það sem HK fékk úti). Leikurinn er á laugardaginn og HK menn eru strax farnir að hita upp fyrir leikinn og allt komið í gang hjá þeim.

Ég skora á alla aðdáendur handboltans að kíkja á leikinn því að ef HK vinnur þá eru þeir komnir áfram sem er auðvitað frábært mál fyri handboltann hér heima og auðvitað HK.

sjá: http://www.islandia.is/biggigringo/hk.htm
Hugsa fyrst… skrifa svo…