Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í hanknattleik karla í gær með því að vinna ÍR-inga 33-25 í Austurbergi.

ÍR-ingar þurftu að vinna til að geta tryggt sér oddaleik í rimmunni. Haukamenn tóku stjórnina strax í fyrri hálfleik sem lékku sterka 6/0 vörn. ÍR-ingar tókst að koma sér inn í leikinn og halda jöfnu eftir miðjan fyrri hálfleik og framundir leikhlé en þá tókst Haujkum aftur að komast fram úr og vera fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10. Haukar gáfu lítið eftir í byrjun síðari hálfleiks, minnstur var munurinn fjögur mörk. En svo komu nokkrar sóknir hjá ÍR-mönnum sem þeir mistókst að nýta og Íslandsmeistaratitillinn í höfn.
Haukar verðskulda það svo sannarlega að varðveita Íslandsmeistaratitillinn.

Mörk ÍR: Bjarni Fritzson 9, Einar Hólmgeirsson 5, Guðlaugur Hauksson 3, Ólafur Sigurjónsson 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Kristinn Björgúlfsson 2, Tryggvi Haraldsson 1
Varin skot: Hallgrímur Jónasson 2, Hrafn Margeirsson 8
Brottvísanir: 14 mín

Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 7, Halldór Ingólfsson 5, Robertas Pauzuolis 5, Þorkell Magnússon 5, Aron Kristjánsson 4, Jón Karl Björnsson 3, Vignir Svavarsson 2, Andri Stefán 1, Þórir Ólafsson 1
Varin skot: Bjarni Forstason 18, Birkir Ívar 1
Brottvísanir: 10 mínútur

Dómarar leiksins: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson - dæmdu þennan leik með glæsibrag

Maður leiksins: Bjarni Frostason og Ásgeir Örn Hallgrímsson - voru báðir mjög góðir

Stemning í Austurbergi: Hún var mjög góð hjá stuðningsmönnum Hauka en eðlilega var hún ekki alveg eins góð hjá stuðningsmönnum ÍR.

Til hamingju Haukamenn

Kveðja kristinn18