Haukar og Fram kepptu í gær sinn fyrsta leik í 8-liða úrslitum essodeild karla. Ég held nú að flestir bjuggust við yfirburðasigri Hauka þar sem að þeir voru í 1.sæti í deildinni en Fram 8. Haukar byrjuðu aðeins betur og voru kannski aðeins meira öruggir með sig en Framarar reyndu að láta það sig ekki á fá og staðan í hálfleik var jöfn. Í seinni hálfleik var þetta yfirleitt mjög fant en á lokamínútunum höfðu Framarar þetta og sigruðu glæsilega 26-28. Á heimasíðu Fram stóð að það hefði verið frábært að sjá til þeirra manna og einbeitingin hafi hreinlega lekið af þeim. Á heimasíðu Haukana stóð hinsvegar að ekkert annað væri hægt að segja um leikinn nema SKELFILEGT.
Markahæstir hjá Frömurum voru Hjálmar með 6 mörk og Valdi og Bjöggi með 5 hvor. Sebastian varði 14 bolta og stóð sig bara ágætlega. Markahstir hjá Haukunum voru Halldór og Þórir með 5 mörk.
Næsti leikur liðanna fer fram á morgun(fimmtudag) kl.19:15 upp í framheimili. Ég vona náttúrulega að Fram klári þetta enda held ég með þeim :o)