Hk er það lið sem er búið að koma “mest á óvart í vetur”. En þegar er litið á lið þeirra, er þetta eitthvað sem kemur á óvart?
Lið Hk er þannig:
Markverðir
Arnar Freyr Reynisson: Bróðr Reynis Þórs hjá Aftureldingu, mjög misjafn en á venjulegum degi mikið og er að verða einn af betri markvörðum í deildinni.
Björgvin Gústavsson, þessi 17 ára strákur er efnilegasti markvörður sem Íslendingar eiga, hefur varið frábærlega í flestum þeim leikjum sem hann hefur spilað, verðandi landsliðsmarkvörður.
Aðrir leikmenn:
Jaliesky Garcia: Besti leikmaður deildarinnar seinusta ár og markahæsti leikmaður deildarinn líka, flest lið hafa bara tekið upp á það ráð að taka hann úr umferð, samt viðrist hann skora að villd.
Ólafur Víðir Ólafsson: Tvítugur strákur og einn allra efnilegasti leikstjörnandi hér á landi, hefur blómstrað í vetur og skorar og skorar ásamt að eiga mikið af stoðsendingum. Líkist töluvert svíanum Ljubimor Vrjanes
Vilhelm Gauti Bergsveinsson: Fyriliði HK, góð skytta og ágætis varnarmaður, mjög mikilvægur hlekkur í liðinu og er alltaf mjög ákveðinn.
Atli Samúelsson kom frá þór og stendur sig ávallt vel skorar ágætlega mikið.
Alexander Arnarsson: Án efa einn allra sterkasti línumaðurinn í deildinni, grípur bolta mjög vel og setur upp góðar hindranir, datt naumlega útúr landsliðshópnum fyrir Hm.
Jón Bersi Ellingsen: Er BESTI varnarmaður sem Íslendingar eiga, núna falla stór orð en hann er potturinn og pannan í vörninni hjá HK, vonandi hans vegna mun landliðsþjálfari okkar íslendinga taka vel eftir honum þar sem um er að ræða frábæran varnarmann, galli hans er hann er nú ekkert sérstakur sóknarmaður.

Afgangurinn af liðinu eru aðrir ungir strákar sem hk-ingar hafa alið upp og núna er afraksturinn að láta sjá sig, strákar eins og Elías Már Halldórsson og Brynjar Valsteinsson. Hver uppsker eins og hann sáir.
En auðvita er það Árni Stefánsson þjálfari sem á mikinn þátt í velgegni liðsins. Eftri að hann tók við liðinu tókst honum að færa það ofar og ofar upp töfluna, miðað við í fyrra þá komust hk-imgar ekki einu sinni í úrslitakeppnina en nunar virðast þeir hafa styrk til að fara langt. Hver getur dæmt fyrir sig en þegar allt kemur til alls, kemur þessi árangur eitthvað á óvart???