Slagsmál í bikarúrslitum Jæja, HK-menn, til hamingju með bikarinn…en eflaust hafa
þeir sem fóru á leikinn séð að þar átti frekar leiðinlegur atburður
sér stað. SEM BETUR FER var ég EKKI á leiknum, en ég horfði
á hann í sjónvarpinu.

Nokkrum mínútum fyrir leikslok fóru HK-menn að syngja
sigursöngva, nánar tiltekið í stöðunni 23-20 þegar 1 mín. og 30
sek. voru eftir af leiknum. Það virtist fara í taugarnar á nokkrum
Aftureldingarmönnum sem voru næst HK mönnum í stúkunni
og fóru þeir að stjaka við HK-ingunum. Fljótlega voru
Aftureldingarmennirnir orðnir u.þ.b. 10-25 að bókstaflega
LEMJA HK-menn í klessu bara út af því að þeir voru að tapa.
Þegar flauta var til leiksloka héldu þeir áfram að lemja þá og
rétt fyrir lok útsendingar RÚV sá maður að 2 þeirra voru að
hrinda og berja ÞJÁLFARA HK.

Eru þetta íþróttir? Mér finnst það ekki svo íþróttamannslegt að
fara að lemja saklausa áhorfendur bara út af því að þeir eru að
styðja sitt lið! Svo voru örugglega margir krakkar undir 12 ára á
leiknum og horfa upp á fullþroskaða menn (líkamlega a.m.k.
:P ) hreinlega ráðast á andstæðinga sína! Góðar fyrirmyndir,
ha? Þetta voru örugglega (fyrirgefiði Aftureldingarmenn)
blindfullar bullur sem þola ekki að tapa.

Ef vel var rýnt í skjáinn mátti sjá að einn krakki, u.þ.b. 8-9 ára
gamall, var hágrátandi nálægt átökunum með blóðnasir og
glóðarauga! Hvers konar áhangendur lemja ungan dreng og
fleiri út af því að þeir (hinir lömdu) eru í sigurvímu?

Ég efa ekki að þa eru til góðir áhangendur frá Aftureldingu sem
styðja sitt lið til leiksloka og ganga svo af velli þegar að þeir tapa
og reiðast andlega ef þeir tapa. En að reiðast líkamlega og
meiða andstæðinga sína er 2 MUCH!! Ég er feginn að ónefndur
myndatökumaður RÚV náði þessum myndum því að ég vil að
HK leggi fram kæru.

Takk fyrir!